Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 28
28
aður af sveitinni . . . Sýnileg eru hér byggðamerki og garðaleifar*
en enginn minnist hér hafi byggt verið, og ómögulegt er hér aftur að
byggja1)^ Jóhann Eyjólfsson, fyrrum alþingismaður, hefir gefið mér
þær upplýsingar, að bæjarnafn þetta þekkist enn þar í sveitinni, og
hafi bærinn staðið innarlega i dalnum, fyrir innan Forna-Hvamm, uppi
undir Heiðarsporði. Augljóst er, að býli þetta hefir lagzt í eyði fyrir
langa löngu. Vel má vera, að þar hafi á sinum tíma verið kirkja,
og að nafnið sé dregið af henni, en engin gögn eru þó fyrir því
Hitt er ekki vitanlegt, að þetta land hafi nokkru sinni verið kirkjueign.
Að vísu áttu kirkjur ítök í Hellistungur. Bæjarkirkja í Bæjarsveit
var 1707 talin eiga geldneytaupprekstur í Hellistungur framfrá Norð-
urárdal2). Ef til vill er þetta sama ítakið og það, sem getið er um i
einum máldaga kirkjunnar, sem að stofni til er mjög forn, frá 12.
öld, þar sem segir, að kirkjan eigi »afrett uppi i norduraardal«.3)
Þetta er ekki sami afrétturinn og sá, sem aðrir máldagar segja, að
kirkjan eigi i Svarfastungur4) eða Hvarfsártungur5), því Hvarfsá er
líklega sama áin og nú er nefnd Hvassá, og Hvarfsártungur hafa því
verið vestan Norðurár. En af heimildum þessum er það augljóst, að
Bæjarkirkja hefir aðeins átt beitarítak þar efra, en enga landareign.
Þá töldu og forráðamenn Hjarðarholtskirkju í Stafholtstungum hana
eiga landsvæði nokkurt, neðan til í Hellistungum. Var það tilkall
byggt á tveimur lögfestum Hjarðarholts frá 19. öld, og á nokkrum
vísitatíum kirkjunnar, og var hún elzta þeirra vísitatía Páls prófasts
Gunnarssonar frá 1694. Tilkalli þessu var hrundið með dómi lands-
yfirréttarins 12. okt. 1896 og kirkjunni aðeins dæmdur réttur til sel-
farar í landið6), og var það byggt á því, að kirkjunni var í Jarðabók
Árna Magnússonar og Páls Vídalíns aðeins eignuð selstaða í landinu7).
Nafnið á jörðínni Kirkjuból hefur þó ekki getað staðið í neinu sambandi
við þennan rétt Hjarðarholtskirkju, þegar af þeirri ástæðu, að Kirkju-
ból er ekki innan takmarka þess landsvæðis, sem Hjarðarholtsmenn
vildu eigna kirkjunni og var neðsti hlutinn af Hellistungum.
6. Kirkjuból á Bæjarnesi. Bæjarnes heitir nesið milli Kolla-
fjarðar í Barðastrandarsýslu að austan og Kvigindisfjarðar að vestan,
og er það kennt við jörðina Bæ í Múlahreppi. Er sá bær utarlega á
nesinu Kollafjarðarmegin. Jörðin Kirkjuból, sem enn er byggð með
því nafni, er hinu megin á nesinu, við Kvígindisfjörð, og er bærinn
utarlega með firðinum. Þaðan er langt til annara bæja, ef á landi er
1) Jarðabók IV. bls. 299. 2) Jarðabók Á. M. og P. V. IV. bls. 190. 3) Dipl.
isl. V. nr. 350. 4) Dipl. isl. III. nr. 88 (1358). 5) Dipl. isl. III. bls. 223 (Hítar-
dalsbók) IV. bls. 191 (Vilkinsmáld.). 6) Landsyfirr. og hæstar. dómar V. bls. 327
—330. 7) Jarðabók IV. bls. 326.