Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 94
94
nauðsyn þykir til þess að gefa út eitt sjerstakt handrit, fremur en
úrval, og samsteypu alls hins bezta, er fundið verður.
í stað þess að gera líking eftir þessari útgáfu Landnámu, tel
jeg „útgefendum" fornritanna skyldast og sjálfsagðast að gagnrýna
allra bezt undirstöðu og aðalefni sagnanna. Þar til heyra rjettar ætt-
færslur, rjettir staðir og takmörk landnámanna, ásamt mörgu fleiru.
Og þetta eiga þeir að gera, sem við fræðin fást. Ekki aðeins frá eigin
brjósti, heldur taka líka með í reikninginn, álit og leiðbeining frá
dómbærum mönnum og kunnugum staðháttum.
Vík jeg nú að einu slíku dæmi og að efninu í upphafi þessarar
greinar, að því leyti, sem mjer þykir athugavert um landnámin í
Gnvhr.
„Útgefandi“ Grettissögu, nefnir að vísu, hvar finna megi
leiðrjettingar fræðimannanna góðu, Kálunds og Br. J. frá M.-Núpi
(Árb. Fornlfjel. 1905, 29—31). En heimildir þessar eru í fárra hönd-
um, þeirra manna, sem lesa Grettissögu. Og í stað þeirrar augljósu
leiðrjettingar, sem þama þurfti að gera á sögunni, segir hann, að
Ófeigsstaðir og Skaptaholt hafi elcki verið í landnámi þessara land-
námsmanna. Slík ummæli eru villandi og blekkja söguna.
Hvernig mátti það ske, að landnámsm. færu að byggja bæ sinn
fyrir utan sitt mikla og góða landnám, og þá sjerstaklega þar, sem
annar var búinn að nema? Hvað áttu slíkir menn að gera við land-
nám með vissum takmörkum? Þeir gátu þá eins tekið það eitt, sem
þeim sýndist, í þann og hinn svipinn. Hjer var ekki því til að dreifa,
að bæjarstæði lnm. væru rjett við merkjalínuna, með einhverjum ó-
venjulega hentugum bæjarstæðum, til skipta á víxl, eftir samkomu-
lagi. Nei, báðir bæirnir (Ófeigsstaðir og Skaptaholt) voru nokkuð
langt frá landamerkinu. Og löndunum skipti Kálfá, sem er þó nokk-
uð vatnsmikil, svo lnm. hefðu orðið að vaða eða ríða yfir, í hvert
sinn, sem þeir þurftu að sækja fjenað og nota sitt eigið land.
Á þessum stað þori jeg því að fullyrða, að svona hefur þetta
ekki gengið, milli frænda og vina.
Skiljanlegt er það og eðlilegt, að frum-höfundar Landnámu hafi
ekki þekkt til hlítar landamerki hvers eins landnámsmanns. Og þá
því síður, er þau fóru að þjettast og smækka, og takmörkin að liggja
langs og þvers milli vatna, dala, fjarða eða fjalla. En þó þeir hafi
þekkt takmörkin út í yztu æsar, þá var ekki markmið þessara
skarpvitru, fáorðu og kjarnyrðu höfunda að rita heilsteypta landa-
merkjaskrá yfir landið allt saman. Nei, þeir rötuðu á mundangshófið.