Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 23
23
■um, og síðan athuga, hverjar almennar ályktanir draga megi af þeim
upplýsingum.
1. Kirkjuból í Skaftafellssýslu. Um þessa jörð er sáralitlar
upplýsingar að fá. Hennar finnst nú getið aðeins einu sinni, í mál-
daga Þykkvabæjarklausturs 13401). Segir þar, að ein afítölum klausturs-
ins sé »Af kirkivboli. c. oc halfur fiordvngur ostz«. Útgefandi Fornbréfa-
safnsins, dr. Jón Þorkelsson, getur þess í neðanmálsgrein við máldagann,
að Kirkjuból hafi verið jörð í Meðallandi, sem farin sé af fyrir langa Iöngu.
Þegar reyna á að finna, hvar jörð þessi hafi verið, er ekki ann-
-að til að halda sér að en röð bæjanafnanna í máldaganum, og er
þó óvíst, hve mikið upp úr henni megi leggja. Næstar á undan
Kirkjubóli eru nefndar tvær jarðir í Meðallandi, Efri-Ey og undir
Hrauni, næst á eftir Kirkjubóli er talinn Ósabakki2) og er nú ókunnugt,
hvar sá bær hefir verið, og því næst jarðir í Álflaveri, Hraunbær og
Dynskógar. Ef bæirnir eru taldir í réttri röð í máldaganum, þá mætti
af þessu marka það, að Kirkjuból hefði verið annaðhvort í Meðallandi
eða í Álftaveri, en um hitt yrði ekkert sagt með vissu, í hverri af
sveitum þessum það hafi verið. í báðum þessum sveitum hefir orðið
mikil breyting á byggðinni síðan á 14. öld, vegna eldgosa, jökulhlaupa
og sandfoks, og ýms af bæjanöfnuin þeim, sem nefnd eru í máldag-
anum, eru nú týnd. Jón Þorkelsson leitaði upplýsinga um nöfn þessi
hjá Magnúsi Magnússyni i Skaftárdal, gagnkunnugum og fróðum
manni, en hann gat engar upplýsingar gefið um Kirkjuból3)- í því,
sem ritað hefir verið um eyðibýli í þessum sveitum, er Kirkjubóls
heldur ekki getið, hvorki í skýrslu um það efni, sem er í A. M 213,
8V0,4) né í skýrslu síra Jóns Steingrímssonar5) eða Stefáns Einarssonar
frá Kerlingardal8). Nafnið hefir því gleymzt fyrir löngu, annaðhvort
■af því, að jörðin hefir farið í eyði, eða af því, að hún hefir skipt um
nafn. Verða því engar líkur að því leiddar, hversvegna þessi jörð
hafi heitið Kirkjuból. Þess skal aðeins getið, að ekki er kunnugt um,
að nokkur jörð í Meðallandi eða Álftaveri hafi nokkurntíma verið
k'rkjueign. Um siðaskiptin áttu klaustrin í Kirkjubæ og Þykkvabæ
þessar sveitir nálega allar. Þetta gæti e. t. v. bent til þess, að lík-
legra væri, að jörðin hefði tekið nafn af því, að kirkja hafi verið þar,
en af hinu, að hún væri kirkjueign.
1) Dipl. isl. II.nr. 479. 2) Nafnið Ósabakki hefir geymzt í V-Skaftaf.s. í þessari visu:
Árni minn á Ósabakka er ekki frómur,
sannur er það seggja rómur,
síðan hann át úr hrútnum »blómur«. Alm. Þjóðv.fél. 1914 bls. 65.
Dipl. isl. ii. bls. 872. 4) Afmælisrit til dr. phil. Kr. Kálunds, bls. 45—47. 5) Lbs.
4* °1‘2, 0 I. B. 662, 8vo. 6) Blanda I. bls. 218—222.