Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 90
90
ínn í kring, að heitið geti. Þá er það enn, að hefði Þórunn átt land
niður að Keldunni, eins og hún áður rann (Landbrotið er enn neð-
ar), voru allir aðal-veiðihyljirnir í Þverá fyrir landi hennar, en Arn-
björg hafði þá lítil eða engin veiði-afnot, en ágætur veiðihylur er
í ánni skammt þar fyrir ofan, sem Keldan fjell í hana, og beint und-
an Arnbjargarlæk, þar sem skemmst er frá bænum til árinnar. Er
það ósennilegt, að Arnbjörgu hafi þannig verið bægt frá allri veiði
í Þverá og einnig engjum þeim, er skástar voru og nærtækar. Kem-
ur það ekki til mála, ef þær nágrannakonurnar hafa numið sjer lönd-
in í sama mund, — sem mjer þykir líklegast, — og þær systur og
Arnbjörg hafi verið kunnkonur í Noregi, komið út á sama skipi,
viljað búa í nágrenni hver við aðra og viljað gjöra hver annari
sem mestan jöfnuð.
Konur þessar hafa samt viljað hafa nóg landrými fyrir kvik-
fjenað sinn. Land Þórunnar, er lá milli jarða grannkvenna hennar,
hefur sennilega ekki verið meira en rúmur kílómeter á breidd, þar
sem það hefur verið mjóst. Að sunnan takmarkaði Þverá það og Litla-
Þverá; hefur hún því orðið að bæta sjer þetta upp, með því að nema
land lengra til norð-vesturs. Virðist því sennilegt, að hún hafi num-
ið hálsinn norður frá Arnbjargarlæk, og, ef til vill, allt að Norðurá,
t. d. þar sem nú mætast Glitstaða- og Svartagils-lönd, en þaðan frá
Norðurá til Brennistaða eru röskir 3 kílómetrar. Hefur hún þá num-
ið Svartagilsland að mestu eða öllu ofan til Veiðilækjar, en hann hjet
fyr á öldum Víðilækur.1) Er lækur þessi, sem bærinn dregur nafn
af, örlítil sytra, sem aldrei hefur verið veiði í. Frá Brennistöðum
yfir hálsinn og ofan til Víðilækjar er hálfur fjórði kílómeter. Verð-
ur Þórunnarholt þrátt fyrir þetta ekki stór jörð, miðað við jarðir á
landnámsöld, en lögun landsins er einkennileg, og jörðin þess vegna
erfiðari, að nytja hana, og hefur Þórunn heldur kosið það og að vera
í nábýli við vinkonur sínar.
öll líkindi eru til, að Svartagil, sem er norðan hálsins, hafi
byggzt síðar en Þverárhlíðin, en engar sögur hafa farið af byggingu
þess. Hugsanlegt væri, að Eldgrímur, sonur Arnbjargar, hafi byggt
þar, eða þar nálægt, því að varla hefur hann reist bú á há-hálsin-
um.
Það er ómögulegt að segja nú, með órækum rökum, hvar bær-
inn Þórunnarholt hefur staðið, en jeg fyrir mitt leyti er alveg sann-
færður um, að það hafi verið á Brennistöðum, og þykist hafa fært
líkur að því eigi all-litlar.
1) Sbr. Fornbrjefasafnið, VI. bindi, bls. 268. Árb. Fornlfjel. 1923, bls. 38.