Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 93
93
við mislestur, misskilning og misskrift, svo og nafnarugl og úrfell-
ing nafna (í ættartölum sjerstaklega), eins og oft kemur fyrir.
Mistök afritaranna eru því ekki láandi, sízt þá er þeir hafa verið
ókunnugir staðháttum, og lítið heima í ættfræði, eða kjarna þess
efnis, sem fyrir hendi var. Og þjóð vor er í ómetanlegri þakkarskuld
við þá, fyrir allt það mikla og merkilega efni, sem þeir hafa bjargað
frá glötun. Hafi þeir breytt eða stytt viljandi, er það annað mál.
Breyting sú gat bæði spillt efninu og bætt það.
Leiðrjetting á auðsærri skekkju og efnisvillu er meira verð en
langt mál um það, hversu mörg handrit sjeu til, Ijelegri en þau, sem
helzt er prentað eftir, eða sparðatíningur um efnislausan orðamun,
eða ómerkan stafamun og ritvillur.
Hinum frábæru höfundum gullaldar-rita vorra er lítill sómi
sýndur með því að skella allri skuldinni og skömminni á þá, af villum,
sem hljóta að stafa frá afritun. Höf. hafa að sjálfsögðu oftast vitað
betur en afritarar og ekki látið augljósar villur fara frá sjer.
Eitt dæmi aðeins (af ótal mörgum hjer og þar) verður að nægja
til að sanna þessi ummæli mín.
1 vandaðri útgáfu af Landnámu (Kh., 1925, bls. 28) er lesend-
um færður þessi fróðleikur:
„Ingólfr var maðr nórænn hörzkr at kyni, son Björnólfs af Fjöl-
um ... Ingólfr átti Hallveigu Fróðadóttur systur Lopts ens gamla“.
Getur nokkur ímyndað sjer, að Ari fróði (eða aðrir hjálparhöf.
Landnámu) hafi látið þetta frá sjer fara? Að hann hafi ekki vitað
betur eða munað, hvað hann var búinn að segja áður (bls. 4), að Ing-
ólfur var Arnarson Björnólfssonar. Eða halda menn, ef til vill, að höf.
Flóamannasögu hafi verið þeim mun fróðari en Ari, að vita það, að
Loftur enn gamli í Gaulverjabæ var seinna uppi en Ingólfur, og að
hann var ekki Fróðason, heldur Ormsson Fróðasonar? Hallveig gat
því a. m. k. ekki verið alsystir Lofts. Hitt er að öllu leyti líklegra, að
hún hafi verið /ó'ðwrsystir hans, eins og „Melabók“ segir.
Um þessar tvær samstæðu kórvillur í uppsprettulind allra Is-
lendinga sagna, gerir „útgefandinn“ enga athugasemd frá sjálfum
sjer. Hins vegar er þar — eins og víðar — meira en þriðjungur blað-
síðunnar óþjáll og seinlegur samanburður á orðamun úr ýmsum
handritum. Og er margt af því til tafar, leiðinda og kostnaðarauka,
án þess að leiðrjetta, bæta eða auka söguna. Þegar svo þar innanum
það allt er ýmislegt til bóta, þá leiðist mönnum að leita að því, og sjest
yfir það miklu fremur en ef það væri fellt inn í textann. Mætti vel
gera það milli sviga, með leturbreytingu eða öðru merki, ef brýn