Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 99
99
rjettilega, að samkvæmt sögunni hefðu þeir farið venjulegasta veg,
Tvídægruveg, og þá svo-nefndar Núpdælagötur, þar sem þeir fóru
um Núpsdal bæði norðan og sunnan. Hafa þeir ekki farið Tvídægru-
veg svo sem hann er sýndur á uppdrætti Bókmenntafjelagsins, yfir
að Surtshelli, á Norðlingaveg, því að þeir fóru um Kjarradal eftir
sögunni og yfir á Síðufjall fyrir ofan Þorgautsstaði, og þaðan aftur
sömu leið norður, og hafa þá eflaust farið í förin sín, — því greiðar
sóttist ferðin aftur,, og á það lagði foringinn, Barði Guðmundarson,
hina mestu áherzlu. Hafa þeir þannig farið nokkum veginn beina
leið. En Hrólfsvatn er ekki nálægt þessari leið, heldur allmiklu vestar
á heiðinni. — Hefðu Norðlendingar farið um Vesturárdal, þá hefði
verið nokkru líklegra, að vígin hefðu orðið hjá Hrólfsvatni.
Þótt Heiðarvígasaga nefni ekki ákveðið staðinn, þar sem vígin
urðu, gefur hún svo góðar bendingar til að finna hann, að það ætti
ekki að vera mjög torvelt, þar sem bæði segir ótvírætt, hvaða leið
Norðlendingar fóru, fram og aftur, og enn fremur, að bardaginn
hefði orðið á þeim stað, er nefndur er í sögunni syðra vígið, — af
þeim tveim, við þessa leið, sem Þórarinn spaki á Lækjamóti, fóstri
Barða, hafði vísað honum á. Sagði Þórarinn, að sá staður væri „í
sunnanverðum Flóanum", og að þar gengi „nes fram í vatn; þar
megu standa átján menn jafnfram, ok deilir suðr vatnföll til heraða
þeira ór því vatni“ (Hvs., 24. kap.). Þá segir enn síðar í sögunni (í
29.—30. kap.), þar sem sagt var frá norðurreið þeirra Barða: „kváð-
ust þeir (förunautar Barða) þá fulleltir, er þeir kómu til syðra vígis
í Flóanum; sér Barði þat, at nú mun svá verða at vera, ok sneri nú
í móti þeim (Borgfirðingum).---------Nú þykir þeim (förunautum
Barða) allvænt um. Hross sín létu þeir í nesit fram frá sér, ok settu
þar til Koll-Grís at gæta.------Nú hittask þeir sunnanmennirnir
ok Barði; stíga þeir (af baki). Hafa þeir Barði fylkt liði um þvert
nesit.-------Þat stózk á, nesit þvert ok fylking þeira átján manna,
ok var einum megin at þeim gengt“. Þá er þess enn fremur getið (í
31. kap.) í frásögninni af sjálfum bardaganum, að tveir af mönnum
Barða, þeir systursynir hans, Húnn og Lambkárr Guðbrandssynir
og Guðrúnar, hafi gengið úr fylkingunni „í móinn á braut ok berj-
ask“. Enn segir þar (í 31. kap.), að þegar bardaganum ljetti, „ok
váru átta menn sunnan fallnir, en þrír norðan“, þá „sjá þeir (Barði)
liðit, er sunnan ferr, sem í skóg sæi; spyrr Barði, ef þeir vili ríða;
þeir kváðusk ríða vilja, ok svá gera þeir; ríða nú sextán saman ok
ílestir sárir“. — Var þetta lið sunnanmanna, er kom á vettvang
undir forustu Illuga svarta á Gilsbakka. Hermundur, sonur hans,
hafði verið farinn til skips niður á Hvítárvöllu, og húskarlar hans;
7*