Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 38
38
Hjaltason kennari, sem skrásett hefir örnefni í Heydal, getur þess
°g segir, að þar sjáist til tótta og sýnist jafnvel votta fyrir kirkju-
garði1). Ekki er kunnugt um, að kirkjur hafi átt nein lönd í Heydal,
og hefir eyðibýli þetta því dregið nafn af því, að þar var kirkja, en
efalaust er nú orðið langt síðan jörð þessi fór í auðn.
19. Kirkjuból í Langadal. Jarðar þessarar er fyrst getið í
Kirknatali Páls biskups Jónssonar. Annað aðalhandritið (a) nefnir
kirkju »í Langadal at Kirkjubóli«, hitt (b) kirkju »í Langadal«.2)
Kirkja hefir því verið komin þar og orðin prestsskyldarkirkja um
1200. Kirknatalið gæti e. t. v. bent til þess, að jörðin hefði þá enn
ekki verið búin að fá nafnið Kirkjuból, heldur heitið Langadalur, eins
og dalurinn hét, sem jörðin lá í. í því sambandi má minna á það, að
í sögu Árna biskups Þorlákssonar er sagt frá því, að maður nokkur
kom til biskups »í innanverðum ísafirði, þar sem Langadalr heitir«.3)
Sennilegast væri, að biskup hefði við þetta tækifæri verið staddur á
vísitatíu á Kirkjubóli, eina kirkjustaðnum í dalnum, og væri Langa-
dalur þá nafn á bænum, en engin vissa er þó fyrir því. Nafnið getur
líka átt við sjálfan dalinn i þessari frásögn; en úr því kemur fram á
14. öld, er jörðin ávalt nefnd Kirkjuból4), og svo er hún nefnd enn í
dag. Sóknarkirkja var á Kirkjubóli fram til 1885, er hún var flutt að
Nauteyri5). Nafn jarðarinnar er eflaust dregið af því, að kirkja var
þar, því Kirkjubólskirkja átti að eins hálft heimaland6) og var því
jafnan bændakirkja.
20. Kirkjuból í Reykjarfirði nyrðra. í skrá einni um reka
Þingeyraklausturs á Ströndum, sem rituð er um 1500, segir, að
klaustrið eigi »reka allann i sigluuijk firir nordan geirholm oc suo
iordina kirkiubol med ollu þui sem henne hefer til heyrt ath forno«7).
Síðan segir frá því, að jörðin sé þannig undir klaustrið komin, að
Helga Þorleifsdóttir hafi gefið hana sér til sáluhjálpar, en hún hafi
erft hana eftir Guðnýju systur sína, en Guðný hlotið hana í arf eftir
móður sína, Kristínu Björnsdóttur. Þess má geta, að Sigluvík er talin
meðal eigna Kristínar í skiftabréfi eftir hana, 1458, en Kirkjuból eigi8).
í Sigurðarregistri, 1525, er klaustrið enn talið eiga Kirkjuból, og var
jörðin þá í eyði9). Slðan hefir jörðin einhvernveginn undan klaustrinu
gengið, hún er ekki talin meðal eigna þess í jarðabókunum frá 16.
og 17. öld, og 1662 seldi Þorleifur Magnússon séra Páli Björnssyni
1) Örnefnalýsing þessi er í hdr.safni Fornleifafél. 2) Dipl. is). XII. bls. 14.
3) Bisk.s. I. bls. 760. 4) Sbr. Dip). isl. II. nr. 374. (um 1327J. 5) Landsh.br. 28.
febrúar 1885. 6) Dipl. isl. II. nr. 374 (um 1327). IV. bls. 132 (Vilkinsmáldagi).
7) Dipl. VII. nr. 478 sbr. VIII. nr. 335. 8) Dipl. isl. V. nr. 149. 9) Dipl. isl. IX.
bls. 314-315.