Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 97
97
Geldingaholt (með Hömrum) og Vestra Geldingaholt (nær Kálfá),
Miðhús og Þrándarholt (við Þjórsá) og neðst Sandlækjarkot og
Sandlækur.
Enn telur Landnáma fjórða landnámsmanninn í Gnúpverja-
hreppi, Þránd mjöksiglanda. Nefnir hann á undan hinum, og því of
fljótt, þar sem hann kom síðar út en hinir.
Þrándur hefur verið roskinn maður, þá er hann kom út. Hann
var af stórmennum kominn, eins og flestir landnámsmenn aðrir. —
Talinn sonur Bjarnar Hrólfssonar og föðurbróðir Helga magra Ey-
vindssonar austmanns, lnm. í Eyjafirði. Þrándur var vinur mikill
þeirra Þormóðs og Ófeigs, og mágar eru þeir taldir, Þormóður og
Þrándur (þótt ekki beri saman Grettlu og Landnámu um það, hvor
ætti dóttur hins). Og vegna þess hefur hann leitað þangað um land-
námið. Nú var bújörð Ófeigs mikið landrýmri og meiri en Þormóðs,
einkum að ofan-verðu. Hefur því samizt svo milli þeirra vinanna, að
Þrándur fengi alla sína bújörð af neðri hluta Ófeigs. Byggði hann
svo bæ sinn, Þrándarholt, á fögrum stað og víðsýnum.
Óvinátta reis milli þeirra Ófeigs grettis og Þorbjörns jarla-
kappa í Hólum. Getur Br. J. þar líklega til, að deila sú hafi risið út
af veiði í Laxá, sem skipti löndum þeirra. Varð sú afleiðing deilunn-
ar, að Ófeigur fjell fyrir Þorbirni, en Þorbjörn varð útlægur úr
iandinu. Óvíst er, hvort hann eða Sölmundur sonur hans hafa komið
utan aftur. En Kára, sonarson Þorbjörns, fundu Njálssynir ytra og
bjargaði hann þeim frá falli eða flótta í orustu.
Hafi nú Ófeigur verið fallinn, þegar Þrándur kom (þó ekki væri
þá búið að dæma vígsmálið á Kjalamesþingi), þá væri skiljanlegra,
að stór hluti úr landnámi hans eingöngu, lægi lausari fyrir.
Sjálfsagt hefur Þorbjörn í Haga fagnað nafna sínum og talið
sveitarbót að komu hans. En að hann hafi þurft að gefa honum eftir
leyfi af landnámi sínu (eins og Br. J. talar um), er ekki líklegt, þar
sem hann hefur áður verið búinn að afhenda landið á þeim stað.
V. G.
7