Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 63
63
meira en hann ritar, mætti með jafnmiklum rjetti ætla hið sama um
Rangæing í Rangárþingi og væri unnt að tilfæra hliðstæð dæmi til
slíks, til sams-konar sparsemi í að nefna bæi, leiðir og örnefni í Rang-
árþingi, t. a. m. er höfundur Njálu segir „á næsta bæ við“ Hlíðarenda
(sbr. 348. bls. í „U. Nj.“), og fleira. Tvívegis er getið um atburði,
sem gerzt hafi „í dæl nokkurri“ í Skaftafellsþingi (146. og 150. kap.),.
án þess að tilgreina nöfn þeirra, og er það svipað því, að nefna ekki
með nafni kotbæi, sem getið er um, en lítt eða ekki koma við sögu
að öðru leyti. Jeg hygg, að höfundur Njálu hafi metið meira en sögu-
litla upptalning örnefna það, að viðhalda snilld ritsins í frásögn og
máli, og fegurð þess í aflestri.
Ættingjar Garðars. — Á bls. 88—89 í bókinni „U. Nj.“, er talað
um, að þess sje getið í Njálu, að Garðar hafi fundið Island, og er þetta
fært Skaftfellingum til inntekta, þannig, „að engir mundu á ritöld
vísari til að minnast Garðars nje fúsari til að halda því á lofti, að
hann hafi fundið ísland, né kunna betur skil á afkomendum hans
á dögum Gunnars og Njáls en einmitt niðjar hans í Skaftafellsþingi“
(sbr. t. a. m. Safn. I., bls. 201). Þetta tel jeg ljelegan hornstein undir
kenningunni um skaftfellska Njálu. Niðjar Garðars virðast engu síð-
ur hafa verið í Rangárþingi á þeim tíma, er þeir atburðir gerðust,
sem sagt er frá í Njálu, og líkur eru til, að þeir niðjar hans, er
allmjög koma við sumar þær frásagnir, hafi verið í Fljótshlíð. Hróar
Tungu-goði Unason ins danska, Garðarssonar, átti systur Gunnars
á Hlíðarenda, Arngunni, og „sonr Arngunnar var Hámundr halti, er
bjó á Hámundarstöðum“ (19. kap.). Höfundur „U. Nj.“ telur þann
bæ í Skaftafellsþingi (bls. 347). Son Hámundar halta ætla jeg verið
hafa Vébrand Hámundarson, sem fór með Sigfússonum til móts við
Flosa að Holtsvaði (117. kap.). Mun Vébrandur þessi hafa borið nafn
föðurbróður síns. Annar sonur Hámundar var Hróarr. Þegar taldir
eru í Njálu (124. kap.) höfðingjar með Flosa á alþingi 1011 (brennu-
menn), eru fyrstir nefndir Skaftfellingar og síðan Rangæingar,
Fljótshlíðingar og Ketill ór Mörk, og þá Ingjaldr frá Keldum og
Hróarr Hámundarson (sbr. „U. Nj.“, bls. 277). Hróarr var sóttur
á næsta þingi í brennumálunum. — Leiðólfr inn sterki var hinn
þriðji son Hámundar halta. Hann var í fylgd með Fljótshlíðingum
eftir brennumálin austur í Skaftafellsþing hina syðri leið, er þeir
Kári og Þorgeir í Holti rjeðust á þá í Kerlingardal, og þar fjell Leið-
ólfur. Það mun hingað til hafa verið talið vafasamt, að Hrómundar-
staðir hafi verið í Skaftafellssýslu, en í „U. Nj.“ er það talið svo sem
vafalaust (bls. 347) og virðist talið skaftfellskri staðarþekkingu
Njálu-höfundar til gildis, að hann nefnir þann bæ. Allir virðast