Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 44
44
kirkja verið þar, hvernig sem hún kann að hafa lagzt niður, þá hefir
hún að líkindum verið affallin um siðaskipti, því í bréfinu frá 1573,
sem áður var getið, er lýsing á húsum jarðarinnar, og er hvorki
bænhús né kirkja talin meðal þeirra.
Hér að framan hafa verið dregnar saman ýmsar upplýsingar um
þessar 26 jarðir. Liggur þá næst að athuga það, hvaða ályklanir megi
af þeim leiða um spurningar þær, sem þetta bæjarnafn vekur.
Fyrst má spyrja: Hvað merkir orðið kirkjuból í þessum bæja-
nöfnum? Vér þekkjum, svo sem áður var sagt, tvær merkingar þess
í fornu máli, jörð, sem kirkja var á, og jörð, sem var kirkjueign. Fleiri
merkingar en þessar tvær er engin ástæða til að ætla, að það hafi
haft, og má því telja víst, að það sé notað í annari hvorri þeirra í
bæjanöfnunum, þótt eigi þurfi það að vera notað i sömu merking-
unni í þeim öllum. Er því á það tvennt að líta: Hve margar af jörð-
um þessurn voru kirkjueignir, á hve mörgum þeirra var kirkja?
Oss er ekki kunnugt um, að fleiri en 5 af jörðum þessum hafi
nokkru sinni verið kirkjueign. Að vísu skal ég játa það, að þótt vér
nú eigi höfum heimildir fyrir því, að nein af hinum jörðunum, 21, hafi
verið kirkjueign, þá er eigi ómögulegt, að svo kunni að hafa verið
um einhverja þeirra, en það er svo ósennilegt, að fyrir þvi þarf varla
að gera ráð. Það er ósennilegt vegna þess, hversu miklar heimildir
vér höfum um eignir kirkna hér á landi í kaþólskum sið, í öllu falli
úr þvi kemur fram á 14. öld. Máldagi einn eða fleiri, eru til frá ná-
lega hverri alkirkju á landinu. í þeim eru fasteignir kirknanna taldar.
Þær fáu alkirkjur, sem máldaga vantar frá fyrir siðaskipti, eru engar
svo settar, að líklegt sé, að nein þeirra hafi átt einhverja af þessum
jörðum, en kirkjujarðir voru nálega ávalt i sömu sveit og kirkjan,
sem átti þær, eða í næstu sveitum við hana. Auk þess höfum vér gögn
um eignír sumra þessara kirkna eftir siðaskipti. Aðrar kirkjur en al-
kirkjur áttu sjaldan jarðeignir, nema þá einhvern lítinn hluta af heima-
landinu. En máldagar þeirra hálfkirkna, sem jarðeignir áttu, munu
einkum hafa geymzt. Ennfremur er þess að gæta, að kirkjurnar hér
á landi voru svo fastheldnar á jarðir þær, er komust i eign þeirra,
að þess munu varla vera dæmi í kaþólskum sið, að jörð, sem kirkja
hafði átt, lengur en um stundarsakir, hafi gengið undan henni aftur,
þegar venjulegar alkirkjur áttu í hlut. Þótt elstu máldagar margra
kirkna séu eigi gerðir fyr en á 14. öld, þá er því öll ástæða til að
ætla, að þeir telji allar þær jarðir, sem kirkjan hafði eignazt fram til
þess tíma, og oss er þess vegna nú kunnugt um nálega allar jarðir
á landinu, sem hafa verið í eign kirkna. Þegar þessa er gætt, þá