Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 159
157
botninn. Hóllinn heitir Lambagjá (199). Stutt þar norður frá ber
hæst á litlum, skörpum hól, sem heitir Nibba (200). Norður þaðan
er Kerjavarða (201); ber hún nafn af kerjum nokkrum, sem þar
eru. En ker eru hellar, sem þakið hefur fallið niður í og engin út-
gangur er úr, nema beint upp. Þau voru oft hættuleg fje, sem hljóp
þar niður, en komst ekki upp aftur. Þau eru venjulegast í sljettum
bölum. Efst í Lambagjárhrauni, niður-undan Stóra-gili, er stekkur,
sem notaður var frá Hrauntúni, þar til, að ekki þurfti meir á að
halda.
í norðvestur frá Hrauntúni gengur smá-hólaröð með skógar-
og gras-lautum. Þar er Gráa-varða (202) stutt frá túninu; lengra
þaðan vestur er Stóra-varða (203); hún stendlr á stórum bala,
sem lokar áður-nefndum slakka að norðaustan. Stutt austur
frá Stóru-vörðu er djúp laut, sem snýr frá austri til vesturs og heitir
Langa-lág (204). Þar norður-af byrja Sandskeið (205), sem eru
sandflög, runnin niður úr Ármannsfelli í leysingum.
Vestan Krika gengur Sleðaás suðvestur úr fjallinu. Kriki (200)
er allur þjettum skógi vaxinn og er einn með fegurstu blettum í Ár-
mannsfelli. Við suðurenda Sleðaáss eru gamlar fjárrjettir, hlaðnar
úr hraungrjóti 1876. Þær var hætt að nota 1910. Frá þeim liggur
Kjettargata (209) heim að Hrauntúni, og kemur vegurinn frá Ár-
mannsfelli saman við hana neðst á Sandskeiðum, liggur þaðan austan
Löngu-lágar og vestan Lambagjár heim í traðir í Hrauntúni.
Þriðji kafli.1)
Við Vatnskotsbæ er vík ein, sem heitir Grýla (208); er í henni
uppsprettuvatn og er hún notuð sem vatnsból frá Vatnskoti. Þá er
Naustavík (209). Þá Vatnsvík (210), og þar suður af Vatnskots-
hólmar (211). Skammt vestur af Vatnsvík er Breiði-tangi (212), og
samnefnd vík (213) er inn með honum að vestan. Þá er Grjótnes
(214), með Grjótnesvík (215) að vestan. Þá Garðsendavík (216),
og er þá komið að Lambhaga (217), en svo heitir tangi, sem skagar
langt fram í vatnið suðaustur frá Þingvöllum. Fyrir sunnan Garðs-
endavík er Olnbogi (218); litlu sunnar er Tvítóla eystri (219); þar
suður-af er Prestshólmi (220) og vestur af honum er Tvítóla vestri
(221). Þar skammt suður af er Lambhagatá (222).
Nokkru norðar að vestan er all-stór vík, sem heitir Óhemja (223).
Tanginn, sem skagar lengst í vestur, heitir Leirutá (224). Vatnið
1) Þessi kafli er að miklu leyti saminn eftir upplýsingum frá Símoni Pjet-
urssyni í Vatnskoti.