Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 198
196
Fleira var ekki tekið fyrir. Er fundargerð hafði verið lesin upp
og samþykkt, sagði formaður fundi slitið.
II. Aðalfundur 1937.
Hann var haldinn sama staðar laugardaginn 11. desember, kl. 5
síðdegis. Setti formaður funcí og minntist þriggja fjelagsmanna, er
látizt höfðu síðan á síðasta fundi; voru það þeir Jón Ólafsson banka-
stjóri og alþingismaður, er hafði verið ævifjelagi, og Hallgrímur
Pjetursson, bókbindari á Akureyri, og Emil Olsen, prófessor í Lundi,
er báðir höfðu verið ársfjelagar. Minntust fundarmenn þeirra og
risu úr sætum sínum.
Því næst lagði formaður fram endurskoðaðan reikning fjelags-
ins fyrir árið 1936. Var fastasjóður fjelagsins óbreyttur frá síðasta
reikningi, 3500,00 kr., og auk hans átti fjelagið í sjóði í reiknings-
lok 1155,81 kr. — Er reikningurinn birtur hjer á eftir.
Embættismenn fjelagsins voru síðan endui’kosnir allir, svo og
þeir þrír fulltrúar, sem ganga skyldu lögum samkvæmt úr fulltrúa-
ráði fjelagsins.
Formaður skýrði því næst frá því, hversu komið væri undirbún-
ingi undir þátt-töku norrænna fornfræðinga í rannsóknum fornra
bæjarústa hjer á landi, sem rætt var um á síðasta fundi. Kvaðst for-
maður hafa átt fund á umliðnu sumri í Danmörku með öilum aðal-
stjórnöndum fornleifarannsóknal á Norðurlöndum. Kvað hann vænta
mega hingað til fyrirhugaðra rannsókna á fornbæjarústunum í
Þjórsárdal, eins manns frá hverju landinu, ef þeir gætu fengið fje
til þess.
Þá gat formaður þess, að Finnur kaupmaður Ólafsson hefði ný-
lega leitað til fjelagsins með brjef frá sögufjelaginu (American His-
torical Association) í Washington viðvíkjandi Eiríksstöðum í Hauka-
dal. Hafði Finnur snúið sjer til þess fjelags áður, en það bent hon-
um á að leita til Fornleifafjelagsins fyrst og fremst. — 1 þessu sam-
bandi gat formaður þess, að hann hefði áformað að rannsaka á ný
rúst Eiríksstaða á komandi sumri; hefði komið til orða að sýna á
heimssýningunni í New York 1939 mynd af þeim bæjarleifum og
fleiri myndir úr Haukadal, þar eð sennilegt virtist, að Leifur heppni
hefði fæðzt á Eiríksstöðum. — Eftir nokkrar umræður um mála-
leitan Finns Ólafssonar var því máli vísað til stjórnar fjelagsins til
frekari framkvæmda.
Fleira var ekki aðhafzt. Er fundargerð hafði verið lesin upp,
sagði formaður slitið fundi.