Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 33
33
30c i Selárdalskirkjusókn1). Er þar sennilega um Kirkjuból í Feitsdal
að ræða, því hitt Kirkjubólið í sókninni, Kirkjuból í Kolmúladal, var
ekki svo stór jörð. Þá er enn í bréfi frá 1460 nefnt Kirkjuból án
nánari greinargerðar, en í því sambandi, að líklegast er, að þar sé
um Kirkjuból í Feitsdal að ræða2). Að Kirkjuból þetta sé sama jörðin
•og sú, sem nú er nefnd Feigsdalur, staðfestist fyrst og fremst af því
samræmi, sem var á dýrleika þeirra, og sést ennfremur af því, að
dvær af hinum jörðunum í dalnum, Hóll og Bakki, eru nefndar í sama
bréfi og Kirkjuból3). í því bréfi er aðeins um að ræða jarðir, sem
voru bændaeign, en fjórða jörðin i dalnum, Grandi, var bæði kirkju-
eign og miklu minni jörð en svo, að hún næði 30c að dýr-
leika. Fleiri jarðir munu ekki hafa verið í dalnum. Kirkju-
ból (Feitsdalur) var bændaeign fram á 16. öld, en varð þá eign
konungs. Kirkjubólsnafnið hlýtur því að vera dregið af því, að þar
hafi verið kirkja. Þeirrar kirkju er hvergi getið i heimildunum. En
bæði er sennilegt, að hálfkirkja hafi verið á svo stórri jörð, og auk
þess benda örnefni til þess. í örnefnalýsingu, sem Helgi Guðmunds-
son skráði 19354), er þess getið, að til skamms tíma hafi sést í Feigs-
dalstúni tótt og garður, sem nefnd voru Bænhústótt og Kirkjugarður,
en að nýlega hafi verið sléttað yfir þau.
Um nafn þetta hefir farið líkt og fór í Kollsvík. Upphaflega hefir
bærinn heitið Feitsdalur, verið samnefndur dalnum, sem hann stóð í,
verið fyrsti bærinn, sem þar var byggður og um eitt skeið eini bærinn,
sem þar var. Síðan var byggð þar kirkja, og bærinn var nefndur
Kirkjuból. En það nafn festist ekki við hann til langframa heldur
lagðist niður og gleymdist og jörðin var aftur nefnd sínu upphaflega
nafni, sem nú varð aðeins bæjarnafn, því nafnið á dalnum breyttist
og varð Bakkadalur.
11. Kirkjuból í Mosdal. Mosdalur er breiður og stuttur dalur,
sunnanmegin við norðurálmu Arnarfjarðar. Fimm bæir eru í dalnum,
allir gömuí byggð. Einn þeirra er Kirkjuból.
Kirkjuból þetta er fyrst nefnt í máldaga Rafnseyrarkirkju um 13635),
Átti kirkjan þá skógarhögg i landi jarðarinnar. Af nokkrum bréfum
frá 15. og 16. öld má sjá, að jörðin var bændaeign á þeím tímum6).
Nafnið ætti því að vera dregið af því, að kirkja hefir verið þar. Má
og ráða það af Vilkinsmáldaga Rafnseyrarkirkju, að kirkja hefir verið
á Kirkjubóli í Mosdal. Þar segir svo: »Sa skal rada sem a Eyri byr
hvortt hann flytur prest til Kirkiubols eða er hann soktur7)«. Hér
1) Dipl. isl. VIII. nr. 465. 2) Dipl. isl. V. nr. 202. 3) Dipl. VI. nr. 140 (1478).
4) í hdr.safni Fornl.fél. 5) Dipl. isl. III. nr. 167. 6) Dipl. isl. IV. nr. 326 sbr. VI.
nr. 44 (1428), IV. bls. 691 (1446), XIII. nr. 183 (1557). 7) Dipl. isl. IV. bls. 146.
3