Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 33
33 30c i Selárdalskirkjusókn1). Er þar sennilega um Kirkjuból í Feitsdal að ræða, því hitt Kirkjubólið í sókninni, Kirkjuból í Kolmúladal, var ekki svo stór jörð. Þá er enn í bréfi frá 1460 nefnt Kirkjuból án nánari greinargerðar, en í því sambandi, að líklegast er, að þar sé um Kirkjuból í Feitsdal að ræða2). Að Kirkjuból þetta sé sama jörðin •og sú, sem nú er nefnd Feigsdalur, staðfestist fyrst og fremst af því samræmi, sem var á dýrleika þeirra, og sést ennfremur af því, að dvær af hinum jörðunum í dalnum, Hóll og Bakki, eru nefndar í sama bréfi og Kirkjuból3). í því bréfi er aðeins um að ræða jarðir, sem voru bændaeign, en fjórða jörðin i dalnum, Grandi, var bæði kirkju- eign og miklu minni jörð en svo, að hún næði 30c að dýr- leika. Fleiri jarðir munu ekki hafa verið í dalnum. Kirkju- ból (Feitsdalur) var bændaeign fram á 16. öld, en varð þá eign konungs. Kirkjubólsnafnið hlýtur því að vera dregið af því, að þar hafi verið kirkja. Þeirrar kirkju er hvergi getið i heimildunum. En bæði er sennilegt, að hálfkirkja hafi verið á svo stórri jörð, og auk þess benda örnefni til þess. í örnefnalýsingu, sem Helgi Guðmunds- son skráði 19354), er þess getið, að til skamms tíma hafi sést í Feigs- dalstúni tótt og garður, sem nefnd voru Bænhústótt og Kirkjugarður, en að nýlega hafi verið sléttað yfir þau. Um nafn þetta hefir farið líkt og fór í Kollsvík. Upphaflega hefir bærinn heitið Feitsdalur, verið samnefndur dalnum, sem hann stóð í, verið fyrsti bærinn, sem þar var byggður og um eitt skeið eini bærinn, sem þar var. Síðan var byggð þar kirkja, og bærinn var nefndur Kirkjuból. En það nafn festist ekki við hann til langframa heldur lagðist niður og gleymdist og jörðin var aftur nefnd sínu upphaflega nafni, sem nú varð aðeins bæjarnafn, því nafnið á dalnum breyttist og varð Bakkadalur. 11. Kirkjuból í Mosdal. Mosdalur er breiður og stuttur dalur, sunnanmegin við norðurálmu Arnarfjarðar. Fimm bæir eru í dalnum, allir gömuí byggð. Einn þeirra er Kirkjuból. Kirkjuból þetta er fyrst nefnt í máldaga Rafnseyrarkirkju um 13635), Átti kirkjan þá skógarhögg i landi jarðarinnar. Af nokkrum bréfum frá 15. og 16. öld má sjá, að jörðin var bændaeign á þeím tímum6). Nafnið ætti því að vera dregið af því, að kirkja hefir verið þar. Má og ráða það af Vilkinsmáldaga Rafnseyrarkirkju, að kirkja hefir verið á Kirkjubóli í Mosdal. Þar segir svo: »Sa skal rada sem a Eyri byr hvortt hann flytur prest til Kirkiubols eða er hann soktur7)«. Hér 1) Dipl. isl. VIII. nr. 465. 2) Dipl. isl. V. nr. 202. 3) Dipl. VI. nr. 140 (1478). 4) í hdr.safni Fornl.fél. 5) Dipl. isl. III. nr. 167. 6) Dipl. isl. IV. nr. 326 sbr. VI. nr. 44 (1428), IV. bls. 691 (1446), XIII. nr. 183 (1557). 7) Dipl. isl. IV. bls. 146. 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.