Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 109
109
því að umferð hefir stórum minkað þar á síðari árum, síðan akbraut-
in kom inn Fljótshlíð og um Vatnsdal, þótt hún sje lengri; umferðin
hefur einnig minkað af öðrum ástæðum, mannfækkun, og svo því, að
nú er nærri af lögð hin sífelda hrossasókn manna frá Reynifelli þar á
hálsa austur o. s. frv.
Bæjarstæðið. — Um það hefur verið ritað svo mikið, að því skal
nær algerlega sleppt hjer, að skrifa um það. Jeg hygg, að það sje
varla í meiri en 300 m. hæð, þolir að því leyti vel samanburð við ýms
byggð býli, einkum t. d. Möðrudal á Fjöllum, sem er talinn í 450
m. hæð.
Þar á dalnum, sem bæjarstæðið er, hygg jeg vera veðursæld
mikla í flestum áttum, en fyrir norðan hálsinn og fjallið, eins og
einnig fyrir sunnan það, er vafalaust strengur mikill af austri og
norðaustri, svo að ekki sjest í dalinn langt að. Dalurinn er mjúk-
lendur og fremur grasgefinn, votlendur eftir miðju og með flóði
syðst (Árb. Fornlf. 1933—36, bls. 14). Hjer á bæjarstæðinu í þessum
dal virðist mjer vera vistlegra og túnstæði betra en á hinum mosa-
kenndu lyngmóum niðri á Hrappsstöðum, á fremur þunnum jarðvegi.
Lítill bergvatnslækur fellur beint ofan fjallið, um grasbreiðuna
(túnið), bak-við rústabunguna, og þver-beygist þar norðaustur með
fjallinu. Hann liggur þar að kalla ofanjarðar og hefur hvergi brotið
land nje skemmt það innangarðs. Jeg hafði hugsað lækinn að húsa-
baki. Það er þó síður en svo, að nokkur vissa sje fyrir því, að hann
hafi verið það, en hvort heldur skálinn hefir snúið svo eða hliðstætt
(sbr. Lesbók Morgunbl. 1936, bls. 198), mun bærinn ekki hafa snúið
alveg í hásuður (Árb. Fornlf. 1936, bls. 14).
Girðing. — Túngarðurinn (?) er (um 40 faðma) suðaustur frá
rústunum; hann liggur á jafnsljettu á 100 faðma svæði samhliða
fjallinu, en þá hverfur syðri endi hans í gróið árennsli úr fjallinu,
mikið um sig; en að norðurenda þverbeygir hann upp að læknum,
nálega í rjett horn. Sá spotti er 30 faðma að lengd, og virðist auk
þess ná niður í gilið, að læknum (Selgili, Sellæk, nú), um 2 faðma.
Beygist þar í brekkunni hæfilega inn á við, svo að aðsókn verður
erfiðari utan-að.
Garðurinn bendir til, eða öllu heldur sannar, að hjer sje um
meira að ræða en selstöðu einungis. Hann er að vísu lágur, en svo
þarf hann ekki að hafa verið. Hinn mjúki jarðvegur er næg orsök
til þess, og hann samsvarar tóftarleifum þar frá fornöld, sem allar
eru mjög jafnaðar við jörðu. Tóftinni „austan-við lækinn“ (Árb.
Fornlf. 1902, bls. 3) hefi jeg ekki veitt eftirtekt, svo að jeg minnist
þess.