Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 192
190
(1894) er líka Þverár getið, en ekki Rangár, við báða atburðina. Og
árnafnið þar er tekið eftir handriti — ungu að vísu — frá 18. öld —
en gæti þó verið eftir gömlu og góðu handriti. Hins vegar getur þó
verið vafamál, hvort verulegir skógar hafa þá verið þarna, svo neð-
arlega við Þverá. En líka aðeins með viðarkjarri, eða jafnvel án
þess, við gil og bakka, gátu menn dulizt fyrir vegfarendum til bráða-
birgða — ef þeir hefðu kunnað að þegja.
Bæði lækurinn, sem getið er um, og flótti Lýtings „út á ána“,
þá er hann komst „til hrossa ok hleypr til þess, er hann kemr í Vörsa-
bæ“, sýnir það, að bardaginn hefir orðið fyrir ofan Þverá, en ekki
neðan.
2. Þá er önnur enn stærri hrösunarhella, sem mörgum hefur
orðið hált á. Það er þessi setning í Njálu, þegar Flosi kom með flokk
sinn að Bergþórshvoli: „Dalr var í hválnum ok riðu þeir þangat
ok bundu hesta sína ok dvöldusk þar, til þess, er mjök leið á kveldit".
Næstum finnst mjer óskiljanlegt, hversu margir góðir rithöfundar
hafa hneykslazt á þessum einföldu og nákvæmu orðum. Og sumir lagt
höf. Njálu þau til lýta og sönnunar fyrir ókunnugleika hans á þess-
um stað. En þó virðist mjer fremur mega meta svo, að þau lýsi vel —
eins og flest annað — gagnkunnugleika hans.
Þó hvollinn sje ekki stór og dalurinn lítill, þá er hvort tveggja
til, og fágætt fyrirbrigði á flatneskju Landeyjanna'). Hvolsnafnið
sannar bæjarnafnið sjálft, og „dalurinn“ hefir vafalaust verið nokk-
uð dýpri en nú, fyrir níu hundruðum ára. Gróinn jarðvegur þykknar
meira í lautum en á börðum, af gróðurleifum og aðfoki, svo að metr-
um getur munað á jafn-mörgum öldum.
Sá undarlegi misskilningur hefir gripið suma góða menn föst-
um tökum um það, að „dalurinn“ hefði endilega þurft að vera svo
stór, að hann gæti hulið menn og hesta sjónum manna frá Bergþórs-
hvoli. Þeir hafa hugsað sjer, að Flosi væri þarna með bið sinni ein-
ungis að fela sig fyrir heimamönnum. En sönnu mun það nær, að þeir
Flosi hafi bara verið að vígbúast og ráðgast um, hversu haga skyldi
aðsókninni. Og hik Flosa á heimleið að bænum sýnir það, að þeim
hefur ekki þótt hópurinn, sem þá stóð úti, árennilegur til atlögu.
Hafa þá víst áköfustu brennuvargarnir fagnað og hvatt sporið, þeg-
ar þeir sáu Skarphjeðinn, bræður hans, Kára og þá alla 30 hverfa
inn um bæjardyrnar, eftir feigðar-fyrirskipun Njáls.
1) Á mishæðóttu landi væri þetta vitanlega nefnt hóll og laut. —- Sbr.
t. d. Himmelbjærget á Jótlandi (147 m.), sem okkur fynndist víst lítið himin-
bornari en væri hundaþúfa, ef komið væri milli jökla eða háfjalla á landi voru.