Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 58
58
eru einnig að nokkru leyti annars eðlis en íslendingabók Ara, sem
kalla má merkilegt vísindarit. Hún er og að eins lítil bók, „en hvert
orð í henni er gullvægt" (G. V., í Safni, I., 194), enda skrifaði Ari
hana upp og jók því, er honum varð síðan kunnara, eins og hann
komst að orði í inngangi hennar. Bókin er stutt, 15 síður í átta blaða
broti (t. a. m. útg. F. J., Kh. 1887), og var því allt öðru máli að
gegna um endurskrift hennar en hinna löngu sagnarita, og að því
leyti er hún alls ekki sambærileg.
Bókin „Um Njálu“ finnst mjer yfirleitt draga um of taum Skaft-
fellinga sem hugsanlegra söguritara, og hennar mun nú vera eitt-
hvert síðasta orðið um það. Jeg vildi forðast að draga taum Rang-
æinga sem Njálu-ritara meira en efni eru til, en jeg kann því hins
vegar illa, að hallað sje ómaklega á þá í því tilliti. Má, ef til vill,
svo virðast, að jeg hafi þess vegna litið nokkru meira á þá hliðina,
sem nær liggur og hefur hlotið ójafnari leik, enda er það helzt það,
sem gefið hefur mér tilefni til þessara athugasemda.
Mikið er og víða í „U. Nj.“ talað um tökuorð í Njálu úr ýmsum
öðrum ritum, sem talin eru eldri en hún, og er lítt af fullyrðingum
dregið. Þótt þetta ltynni að vera eðlilegt að einhverju leyti, þarf
það þó ekki svo að vera. Það má ekki ætla höfundi (eða höfundum)
þá þurfalings-náttúru, að ganga í orðabúr annara til að koma setn-
ingum um ýmisleg efni í listamanns-búning. — Höfuðatriðið, sem
höfundur þessarar bókar, „U. Nj.“, vill sanna með henni, er, að ein-
ungis einn höfundur hafi samið Njálu frá upphafi til enda, og í því
sambandi snýst talsverður hluti hennar um kunnugleika í Skaftár-
þingi og ókunnugleika í Rangárþingi og víðar (Dölum), nema að því,
er snertir leiðir til alþingisstaðar á Þingvelli.
Örnefnaskortur í Rangárþingi er talinn stafa af ókunnugleika
höfundar Njálu þar. En þess verður að gæta, að söguefnið þar er
svo mikið og stórfenglegt, að ekki hefur þótt fara vel á því, að láta
örnefnafjöldann draga úr fullkomnum áhrifum sögunnar við lestur.
Njála er fyrst og fremst hjeraðssaga, og höfundi hennar hefir
eðlilega þótt óþarft að orðlengja frásögn sína með örnefnum, sem
menn gjörþekktu eða gátu hæglega aflað sjer upplýsinga um, ef
vildu. Sagan er eins fáorð og verða má, en hún er því kjarnyrtari.
Hún er oftast fáorð um smáatriði, eins og örnefni; þau gátu menn
talið á fingrum sjer; höfundurinn hefir viljað rita um stórfenglega
atburði án þess að nefna meira en hóflega mikið af örnefnum —
þótt nú sje svo komið, að því er sumum virðist þykja, að kosin
myndi eða jafnvel heimtuð allnákvæm framtalning á þeim. Það
verður að hafa í huga, að höfundurinn var að semja sögu, en ekki