Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 58
58 eru einnig að nokkru leyti annars eðlis en íslendingabók Ara, sem kalla má merkilegt vísindarit. Hún er og að eins lítil bók, „en hvert orð í henni er gullvægt" (G. V., í Safni, I., 194), enda skrifaði Ari hana upp og jók því, er honum varð síðan kunnara, eins og hann komst að orði í inngangi hennar. Bókin er stutt, 15 síður í átta blaða broti (t. a. m. útg. F. J., Kh. 1887), og var því allt öðru máli að gegna um endurskrift hennar en hinna löngu sagnarita, og að því leyti er hún alls ekki sambærileg. Bókin „Um Njálu“ finnst mjer yfirleitt draga um of taum Skaft- fellinga sem hugsanlegra söguritara, og hennar mun nú vera eitt- hvert síðasta orðið um það. Jeg vildi forðast að draga taum Rang- æinga sem Njálu-ritara meira en efni eru til, en jeg kann því hins vegar illa, að hallað sje ómaklega á þá í því tilliti. Má, ef til vill, svo virðast, að jeg hafi þess vegna litið nokkru meira á þá hliðina, sem nær liggur og hefur hlotið ójafnari leik, enda er það helzt það, sem gefið hefur mér tilefni til þessara athugasemda. Mikið er og víða í „U. Nj.“ talað um tökuorð í Njálu úr ýmsum öðrum ritum, sem talin eru eldri en hún, og er lítt af fullyrðingum dregið. Þótt þetta ltynni að vera eðlilegt að einhverju leyti, þarf það þó ekki svo að vera. Það má ekki ætla höfundi (eða höfundum) þá þurfalings-náttúru, að ganga í orðabúr annara til að koma setn- ingum um ýmisleg efni í listamanns-búning. — Höfuðatriðið, sem höfundur þessarar bókar, „U. Nj.“, vill sanna með henni, er, að ein- ungis einn höfundur hafi samið Njálu frá upphafi til enda, og í því sambandi snýst talsverður hluti hennar um kunnugleika í Skaftár- þingi og ókunnugleika í Rangárþingi og víðar (Dölum), nema að því, er snertir leiðir til alþingisstaðar á Þingvelli. Örnefnaskortur í Rangárþingi er talinn stafa af ókunnugleika höfundar Njálu þar. En þess verður að gæta, að söguefnið þar er svo mikið og stórfenglegt, að ekki hefur þótt fara vel á því, að láta örnefnafjöldann draga úr fullkomnum áhrifum sögunnar við lestur. Njála er fyrst og fremst hjeraðssaga, og höfundi hennar hefir eðlilega þótt óþarft að orðlengja frásögn sína með örnefnum, sem menn gjörþekktu eða gátu hæglega aflað sjer upplýsinga um, ef vildu. Sagan er eins fáorð og verða má, en hún er því kjarnyrtari. Hún er oftast fáorð um smáatriði, eins og örnefni; þau gátu menn talið á fingrum sjer; höfundurinn hefir viljað rita um stórfenglega atburði án þess að nefna meira en hóflega mikið af örnefnum — þótt nú sje svo komið, að því er sumum virðist þykja, að kosin myndi eða jafnvel heimtuð allnákvæm framtalning á þeim. Það verður að hafa í huga, að höfundurinn var að semja sögu, en ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.