Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 209
207
Bls. 23, 15. - Ingiriðargil er einnig kallað Selgil, af því að það liggur upp-af
Kollaþæjarselinu, senr var í Kverkinni. Eru þá tvö gil í fjallinu með
því nafni, hitt upp-af Kirkjulækjarseli, undir austasta horni. Á upp-
drætti herforingjaráðsins er það nefnt Katrínargil.
— — 16. 1. a. n. Þríhyrningshálsar, les Þríhyrningsháls. — Sbr. og bls. 18.
— 27, 12. -, aftast, ég, les þar.
— — 16. -, fremst, „og“ á að falla burt.
Lækirnir á ofanverðum Landmannahrepp, eða farvegir þeirra,, þurfa
nánari og betri skýringa en getið er á bls.. 25—27. Hin fornu upptök
þeirra og sameining þekki jeg ekki, en fyrir norðan Stóra-Klofa mun
sá lækur hafa runnið, sem hann átti land að á þann veginn. En lækur-
inn sunnan-að landinu mun vera sá, sem hefur upptök í hraunbrún,
nálega mitt á milli Merkur og Galtalækjar, og Gloppa, heitir. Hann
rennur enn fram sem lækur milli Leirubakka og Skarðs, en sígur í
sand vestar, um Tjarnir (sbr. bls. 27). Gloppubotn mun nú vera eina
landamerkið, sem með vissu þekkist af þeim mörgu (13) landamerkjum
Merkur, sem nefnd eru i brjefi því, er prentað er í Fornbrs., V. b.,
nr. 706. — Forna-Mörk, sem þar er nefnd, og þar sem iMörk á að hafa
verið áður, mun enn ófundin. Sk. G.
— 78, 7. 1. á að vera svo: væri kofan óreitt, en 6 fjórðunga, væri hún reitt.
O. s. frv.
— 89. Höf. skrifar viðv. „Fleyisey": „Nafn eyjarinnar er skipsnafn og eru
líkur til, að þar hafi fundizt bátur eða skip og eyjan fengið nafnið
þannig. Af straum getur nafnið ekki verið dregið. Þar er enginn
straumur nálægur, sem Fleygir heitir; getur því nafnið ekki verið
dregið af öðru en skipi“. — Sje nafnið dregið af orðinu fley, ætti að
rita Fleysey. Það er eðlilegt, að skotið hafi verið inn i i alþýðlegum
framburði og rithætti; eru mörg dæmi til slíks, bæði í íslenzku og öðr-
um málum (svarco-bhakti). — Örnefnið Fleygisklettur kynni þá einnig
að vera orðið til úr nafninu Fleysklettur. M. Þ.
— 90, 31. 1. og aths. nm. — Höf. segir e. fr.: „Skerið Knar(r)arbrjótur er í
miðju sundi á millum Stigeyjanna að norðan og Skeleggseyjar að
sunnan. Á skerið (Knar(r)arbrjót) ber straumurinn hvort sem farið
er út eða inn sundið, þar til það er komið upp úr sjó, fallið svo mikið
út. — Inn þetta sund, sem er kallað Knar(r)arbrjótur, er vanaleg báta-
leið, þá er siglt er inn á Hvammsfjörð. Þess vegna er mjög bagalegt,
að þessi villa er á kortinu, þar sem skerið er á leiðinni, þá er siglt er
inn-fyrir strauma". — Svo er að sjá sem bæði sundið og skerið heiti
Knarrarbrjótur. Höf. á við þá villu á uppdrætti landmælingarmanna,.
sem getið er í aths., að Knarrarbrjótur sje þar sýndur milli eyjanna
Barkarnautur og Helgunautur.
E. fr. segir höf.: „Þá vil jeg1 geta þess, að fallið hefir í 'ógáti úr
hjá mjer eitt örnefni i Arnarbælislandi, sem Háás heitir. Ás þessi, sem
er hæstur af öllum ásum þar í landi, er skammt fyrir ofan (austan)
Húsaborgina (28), milli hennar og Vatnsáss (73)“.