Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 116
116
stofutóft; hefur verið gengið beint inn úr bæjardyrunum. Ekkert
gripahús er nálægt bænum. Húsabærinn náði áður töluvert lengra
austur.
Fram af bæjardyrunum er Hlaðið (3) og Varpinn (4). Þar
liggja leynigöngin undir frá skálanum og út um Hlaðbrekkuna (5).
Fyrir vestan það, en sunnan-við bæjarröndina vestanverða, er
Heimagarðurinn (6) (rófnagarður), en fyrir sunnan Hlaðið austar-
lega er Blómagarðurinn (7). Ein reyniviðarhrísla, 4—5 álna há, vex
þar. Kirkjugarðurinn (8) er fyrir austan hann og er hann umhverfis
kirkjuna. Garðurinn er uppi á hábrekku. Undan brekkunni koma
nokkrar lindir; vestast er Ástulind (9), kennd við gamla konu, er
hjer var. Undan garðinum miðjum kemur stór og falleg uppspretta,
Bæjarlindin (10); þangað var sótt vatnið í bæinn, þar til það var
leitt inn úr annari lind vestast í Hlaðbrekkunni. í Bæjarlindinni eru
oft smámurtar, einkum ef þar er æti að hafa, þeir lengstu 3—4 þuml.
Lindin er hreinsuð árlega og hlaðin upp, þar er þvegin ull, þvottur
og annað því um líkt. Þriðja uppsprettan er nafnlaus, en tangarnir
milli lindanna heita Lindarbalar (11). Kirkjubrekkan (12) liggur
austur og niður af kirkjugarðinum, sljett og falleg, hallar mót út-
suðri. Fyrir austan Framtúnsplankann er Plankalindin (13).
Nokkuð austur frá bænum er önnur húsaþyrping; þar var Hey-
garðurinn (14) með 5 samhliða desum, þar er nú hlaða, 2 hesthús og
fjós. Það er 90 m. frá bæjardyrum. Það er gamli siðurinn, að hafa
þau nokkuð langt frá bæjunum, sjálfsagt til að forðast óþrifnað,
ólykt og eldhættu. Forn f jós eru víða sem örnefni alllangt frá bæjum,
og dæmi eru til, að menn hafa orðið úti milli fjóss og bæjar, t. d. í
Odda (í Oddabyl 1798). Vestan-undir heygarðinum er Stóra-rjettin
(15), tekur nálægt 700 fjár (steypt baðþró og pallur er í einu horn-
inu). Litla-rjettin (16) er nokkuð vestar; tekur um 300 fjár. Oft
eru rjettirnar fullar á haustin af hraunasöfnum. Fram af heygarð-
inum er kálgarður (rófur), sem nefndur er Austurgarður1) (17). Frá
heygarðinum liggja vel hlaðnar Traðir (18) heim að bænum, og
þaðan vestur úr túninu, byggðar 1879 frá stofni.
Austurtún (19) liggur austur af heygarðinum; fyrir því miðju
er Fjósalindin (20), og Fjósalautin (21) upp af henni. I lindina
var sótt vatnið í fjósið, áður en vatnsleiðsla kom. Fjóshóllinn (22)
er fyrir austan fjósið; sunnan í honum er Hólhesthúsið (23); þar
var fjósið fyrrum. Niður-við lækinn er hesthúsströðin og Traðar-
j) Heimag-arður og Austurgia.rður voru báðir til árið 1852 í sömu stærð
og' nú.