Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 10
14
tilbúna eftir gerðum, sem framandi eru fyrir Noreg. Jeg gæti ímynd-
að mjer, að því sje ábyggilega þannig farið um döggskóinn, sem
sýndur er á 1. m. á III. myndbl., og sennilega einnig um þann, sem
sýndur er á 2. m. á II. myndbl. Auk þessa, er nú var talið, eru tvenns
konar hlutir enn, sem hljóta að eiga upptök sín á sömu slóðum og
döggskórnir og benda jafnframt á sjálfstæðar nýmyndanir í list-
iðnaðinum á íslandi. Vjer höfum tvær kringlóttar smánælur með
bronziþynnum hangandi við í smáfestum (sjá bók Jan Petersens,
126. m.); þannig lagaðir skrautgripir hafa aldrei fundizt í Noregi
frá víkingaöldinni, en þeir eru sjerstaklega einkennilegir fyrir balt-
iskan smekk í búningi kvenna. Þó eru gerðirnar ekki alveg eins. Á
báðum íslenzku gripunum eru nælurnar sjálfar skreyttar með hring-
um og krossum, skrautverki, sem er í ætt við Borróstílinn, og við
aðra er fest bronziþynnu með dýrsmynd á, sem gerð er í þeim stíl.
Hjer er þannig baltiskur smekkur og norskt skrautverk sameinað á
þann hátt, sem hvergi þekkist annars staðar og hlýtur að vera merki
þess, að farið hafi að bóla á nýjum listiðnaði, er var sjerkennilegur
fyrir Island.
Tveir einkennilegir hlutir, nefnilega bronzihringir af reiðtygj-
um, styðja það mjög, að þessu hafi verið svo farið. Svo sem sjá má
af 2. m. á III. myndbl., er sá hringur, sem hún er af, þrískiptur með
gagnskornu skrautverki, sem er samsett af þrem dýramyndum, og
er höfuðið á hverju dýri úti á sjálfum baugnum. Að uppdrættinum
til og mótuninni svipar þessu skrautverki til Borróstílsins, en smíðið
er óskarpt að gerð og bendir til, að hjer sje að ræða um endurtekn-
ing á eldri fyrirmynd. Þess háttar hringir, eða með svipaðri lögun,
eru vel kunnir frá því menningartímabili með Svíum, sem kennt er
við Vendil á Uppiöndum, og eftir það frá víkingaöldinni í löndunum
við Eystrasalt, en þó verður ekki bent á neinn hring, er sje alveg eins
og hinn íslenzki.12) I Noregi eru kunnir einungis tveir hringir svip-
aðir; þeir eru báðir frá Aurum í Neðra-Stjóradal, eru báðir þrí-
skiftir og úr bronzi, en í einstökum atriðum alveg ólíkir íslenzku
hringjunum.13) Á íslandi eru kunnir tveir slíkir hringir, en þótt þeir
sje ekki fleiri, er öðru máli að gegna um það þar en í Noregi, vegna
þess, hve afar-fáir gripir frá víkingaöldinni eru kunnir á Islandi,
yfirleitt. Mjer virðist þessir íslenzku einnig benda á svensk-baltisk
áhrif14) og jafnframt vera sönnun fyrir því, að tilbúnar hafi verið
sjerkennilegar, íslenzkar gerðir af hlutum, skömmu eftir að land
hafði verið numið.
Það er auðvelt að skýra þessi sænsku áhrif á íslandi með því
að gera ráð fyrir sjóferðum um Eystrasalt; það er ekki nema eðli-