Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 71
71
um staðinn, því að margir erlendir menn hafa komið að Munka-
Þverá, „til að rannsaka sögustaði Glúmssögu“, en sjálfsagt hefur
enginn þeirra leyst að fullu úr vafanum með Vitazgjafa. Brynj-
ólfur Jónsson frá Minna-Núpi og Eiríkur prófessor Briem, sem
báðir hafa ritað um örnefnin, geta heldur ekki um aðra sérstak-
lega, sem til greina komi með tilgátur sínar um þetta.
Brynjólfur kemst svo að orði um akurstaðinn: „Það eru t. d.
ýmsar getur um, hvar akurinn Vitazgjafi hafi verið, því að ör-
nefnið er týnt. Nefna sumir til þess hólma einn í Eyjafjarðará ....
Aðrir ætla, að akurinn sé nú hulinn undir skriðubreiðu þeirri hinni
miklu, sem áin (Syðri-Þverá) hefur borið fram á sléttlendið". En
„það er aðeins einn staður þar í nánd, sem má teljast líklegur stað-
ur fyrir akur. Sunnan í túninu er brött brekka og neðan undir
henni móablettur, um dagslátta að stærð; þóttist ég næstum viss
um, að þar hefði Vitazgjafi verið“. (Árb. 1906). En hann rekur
sig þegar á orðalag sögunnar, ef akurinn hefur þarna verið, því að
Glúmur fór „suður yfir ána“ (þ. e. Þverána). Álítur Brynjólfur, að
söguritaranum hafi orðið það á, að segja frá því „fyrst, er síðar
varð“, þ. e. að Glúmur hafi farið suður yfir ána eftir víg Sig-
mundar.
Ef maður gerir ráð fyrir, að söguriturunum verði hitt og þetta
á í frösögnum sínum, og samkvæmt því megi skipta um setningar,
færa sumar aftur og aðrar fram, eftir geðþótta hvers eins, þá mundi
mikil ringulreið komast á ýmsar frásagnir fyrri alda manna. Og
það er vissulega neyðarúrræði, enda ekki notað, nema orðalag hand-
rita sé breytilegt um efnið, en hér er engu slíku til að dreifa, því að
frá þessu er skýrt á einn veg í handritum af Glúmu. Þetta eitt er
því nægilegt til að fella þessa tilgátu. En samt vil ég benda á
fleira, sem einnig virðist koma í bága við hana. Fyrst og fremst
kemur ekkert það fram í áður tilvitnuðum setningum sögunnar, er
bendi á, að akurinn hafi verið mjög nærri Munka-Þverár-bæ eða
-túni. Þvert á móti sést af orðunum: „Síðan reið hann suðr yfir
ána. Enn þá er hann kom til akrsins“, að Glúmur hefur farið
nokkura vegalengd. Til samanburðar þessu orðalagi má taka þessa
setningu úr söginni: „Hof Freys var þar fyrir sunnan ána, á Hrip-
kelsstöðum". Þetta gæti vel gefið til kynna, að hofið hefði staðið
rétt sunnan-við ána, sbr.: „var þar fyrir sunnan ána“. En hofið hef-
ur þó verið a. m. k. hálfa röst (kílómeter) frá ánni. Og það hefur
þó söguritaranum vel kunnugt verið, að Hripkelsstaðir (nú Rif-
kelsstaðir) standa spottakorn frá ánni, en honum finnst það mjög
stutt, eins og það í rauninni er, þegar um ýmsar aðrar vegalengd-