Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 88
88
hefir og á 19. öldinni talið sjer þar skógarítak, eftir því sem eldri
menn sögðu mjer í æsku. Hvergi fann Brynjólfur nein vegsummerki
bæjarins þar í grennd og var hann þó oft lítilþægur um líkur í þeim
efnum, enda verð jeg að halda því fram, að þar geti ekki verið um
neinar slíkar rústir að ræða, og er jeg þar nákunnugur frá bernsku og
þekki hverja þúfu. Ekki get jeg samt fallizt á þá tilgátu Brynjólfs, að
landbrot hafi átt sjer stað þeim megin árinnar, sem Þórunnarholt
er. Ilefur það ekki getað átt sér stað, nema þá í mesta lagi nokkrar
álnir. Þá minnist Brynjólfur á, að bær Þórunnar kunni að hafa áður
verið þar, sem nú er Hamar. Mundi þess þó hafa verið getið í Land-
námu að líkindum. Hamar er líka það nærri Gröf og staðhættir slík-
ir, að afar-ólíklegt er, að báðir þeir bæir hafi verið samtímis byggðir,
og það sízt í byrjun landnámsaldar, þegar landrými var svo mikið,
að engin nauðsyn var að setjast að í þröngbýli.
í norður-norðvestur frá Þórunnarhyl, í hálfs-annars kílómeters
fjarlægð, nær miðja vega milli Grafar og Arnbjargarlækjar, en í
Arnbjargarlækjarlandi, hefur verið bær fyrrum; er þar nú kallað
Brennistaðir. Tún hefur verið þar all-stórt, og sjest víða all-vel fyrir
túngarði, og bæjarhús virðast hafa verið all-mikil. Sjást þar og fleiri
rústir. Bæ þennan, Brennistaði, hef jeg hvergi sjeð nefndan fyr en
í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1708. Þar segir
svo: „Brennistaðir, sem sumir meina, að heiti Þórunnarholt, forn
eyðijörð í Arnbjargarlækjarlandi, hefur aldrei byggð verið í næstu
200 ár eða lengur. Ljós eru hjer byggingarmerki, girðinga og tófta-
leifar, en túnstæði allt komið í skóg og mosa. Byggja má hjer aftur,
en allt slíkt, er sú byggð kynni að afla, rýrist aftur jörðin Arnbjarg-
arlækur, so það vill enginn hagnaður verða“.
Á þessu sjest, að um 1700 hafa verið uppi munnmæli um það,
að bær Þórunnar — Þórunnarholt — hafi verið þar, sem síðar var
kallað Brennistaðir; eru og rök að því, að þetta muni rjett vera.
Brennistaðir eru, eins og áður er getið, miðja vegu milli Arn-
bjargarlækjar og Grafar, nær iy2 kílómetra til hvors staðar þaðan,
og hefur því verið jafn-langt milli bæja þarna í þröngbýlinu. Sting-
ur bæjaskipun þessara þriggja kvenna mjög í stúf við það, er sumir
halda nú fram, að dreifbýli hafi verið miklu meira á landnámsöld.
Hefði auk áður talinna bæja einnig verið Þórunnarholt — bær-
inn — niður við Þverá, varð þar svo landþröngt, að við slíkt hefði
ekki verið unandi; samtímis gat því ekki verið byggð á Brennistöð-
um og í Þórunnarholti við Þverá.
Það virðist flest benda á, að Brennistaðir hafi verið snemma
byggðir; þó er það eitt þar, sem vantar, en landnámsmenn virðast