Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 49
49 bóginn er því svo farið, að af þeim hundruðum sóknarkirkjustaða, sem hér voru i landi, eru einir 5 kenndir við kirkju, þegar Kirkju- bólin eru frá talin, þ. e. Kirkjubær á Siðu, í Vestmannaeyjum og í Tungu, Kirkjuvogur í Höfnum og Kirkjuhvammur á Vatnsnesi. Má benda á sérstakar ástæður, sem ráðið hafa síðasttöldu nöfnunum tveimur, þörfina á að greina kirkjustaðina Vog og Hvamm frá sam- nefndum bæjum í grendinni, Vog frá Kotvogi, Hvamm frá Helguhvammi eða Syðstahvammi. Hverskonar kirkjur voru á Kirkjubólunum? Af þeim 26 bæjum, er báru það nafn, er aðeins einn með vissu forn sóknarkirkjustaður (Kb. Langadal). Á Kirkjubóli á Miðnesi var að visu sóknarkirkja um eitt skeið, en líkur eru til þess, að kirkjan þar hafi ekki orðið sóknarkirkja fyr en á 13. eða jafnvel 14. öld, og bærinn hefur getað fengið nafnið, áður en það varð. Loks var og er sóknarkirkja á Kirkjubóli í Valþjófsdal, en kirkjan þar varð ekki sóknarkirkja fyr en seint á 15. öld, löngu eftir að farið var að nefna jörðina Kirkjuból. Kirkjurnar á jörðum þessum hafa því nálega allar aðeins verið heimiliskirkjur, flestar að likindum hálfkirkjur. Að vísu eru margar þeirra nefndar bænhús i heimildum þeim, sem eru yngri en siða- skiptin, en eftir siðaskipti gerðu menn engan glöggan greinarmun á hálfkirkjum og bænhúsum. Þessi niðurstaða er byggð á því, sem leitt verður af heimildunum, eins og vér höfum þær nú. En vera má, að i fyrstu hafi þessu verið öðruvísi háttað. Það er hugsanlegt, að kirkjurnar á Kirkjubólunum séu eldri en sóknarkirkjurnar, sem síðar voru, eða að sóknarkirkjan hafi í fyrstu staðið á jörð, sem Kirkjuból heitir, en síðar verið flutt á annan stað, þar sem hún svo síðan var. Að þessari spurningu mun ég víkja síðar, en að svo stöddu skulum vér ganga út frá því, sem heimildirnar benda til, að flestallar kirkjur þessar hafi frá upp- hafi vega sinna verið heimiliskirkjur. Þær hafa þá ekki dregið að sér athygli manna fyrir þær sakir, að þar væri miðstöð kirkjulífs og fé- lagslífs sóknarinnar. Það hefir ekki verið horft á þær með augum sóknarinnar allrar, ef svo mætti segja. En það kann að hafa verið litið yfir minna umhverfi, og athygli manna beinzt að þessum jörð- um sakir þess, að þær voru ólíkar hinum jörðunum í þvi umhverfi að því leyti, að kirkja var á þeim, en ekki á hinum. Einmitt þannig virðist hafa staðið á nafni alls þorra af þessum jörðum. Þær eru langflestar þannig settar, að þær eru í lítilli byggð, sem er nokkuð út af fyrir sig og afmörkuð frá öðrum byggðum. Kirkjuból á Miðnesi og á Akranesi eru bæði í afmörkuðum bæja- Jhverfum, þar sem tún nokkurra jarða liggja saman. Kirkjuból á 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.