Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 49
49
bóginn er því svo farið, að af þeim hundruðum sóknarkirkjustaða,
sem hér voru i landi, eru einir 5 kenndir við kirkju, þegar Kirkju-
bólin eru frá talin, þ. e. Kirkjubær á Siðu, í Vestmannaeyjum og í
Tungu, Kirkjuvogur í Höfnum og Kirkjuhvammur á Vatnsnesi. Má
benda á sérstakar ástæður, sem ráðið hafa síðasttöldu nöfnunum
tveimur, þörfina á að greina kirkjustaðina Vog og Hvamm frá sam-
nefndum bæjum í grendinni, Vog frá Kotvogi, Hvamm frá Helguhvammi
eða Syðstahvammi.
Hverskonar kirkjur voru á Kirkjubólunum? Af þeim 26 bæjum,
er báru það nafn, er aðeins einn með vissu forn sóknarkirkjustaður
(Kb. Langadal). Á Kirkjubóli á Miðnesi var að visu sóknarkirkja
um eitt skeið, en líkur eru til þess, að kirkjan þar hafi ekki orðið
sóknarkirkja fyr en á 13. eða jafnvel 14. öld, og bærinn hefur getað
fengið nafnið, áður en það varð. Loks var og er sóknarkirkja á
Kirkjubóli í Valþjófsdal, en kirkjan þar varð ekki sóknarkirkja fyr en
seint á 15. öld, löngu eftir að farið var að nefna jörðina Kirkjuból.
Kirkjurnar á jörðum þessum hafa því nálega allar aðeins verið
heimiliskirkjur, flestar að likindum hálfkirkjur. Að vísu eru margar
þeirra nefndar bænhús i heimildum þeim, sem eru yngri en siða-
skiptin, en eftir siðaskipti gerðu menn engan glöggan greinarmun á
hálfkirkjum og bænhúsum.
Þessi niðurstaða er byggð á því, sem leitt verður af heimildunum,
eins og vér höfum þær nú. En vera má, að i fyrstu hafi þessu verið
öðruvísi háttað. Það er hugsanlegt, að kirkjurnar á Kirkjubólunum
séu eldri en sóknarkirkjurnar, sem síðar voru, eða að sóknarkirkjan
hafi í fyrstu staðið á jörð, sem Kirkjuból heitir, en síðar verið flutt
á annan stað, þar sem hún svo síðan var. Að þessari spurningu
mun ég víkja síðar, en að svo stöddu skulum vér ganga út frá því,
sem heimildirnar benda til, að flestallar kirkjur þessar hafi frá upp-
hafi vega sinna verið heimiliskirkjur. Þær hafa þá ekki dregið að sér
athygli manna fyrir þær sakir, að þar væri miðstöð kirkjulífs og fé-
lagslífs sóknarinnar. Það hefir ekki verið horft á þær með augum
sóknarinnar allrar, ef svo mætti segja. En það kann að hafa verið
litið yfir minna umhverfi, og athygli manna beinzt að þessum jörð-
um sakir þess, að þær voru ólíkar hinum jörðunum í þvi umhverfi
að því leyti, að kirkja var á þeim, en ekki á hinum.
Einmitt þannig virðist hafa staðið á nafni alls þorra af þessum
jörðum. Þær eru langflestar þannig settar, að þær eru í lítilli byggð,
sem er nokkuð út af fyrir sig og afmörkuð frá öðrum byggðum.
Kirkjuból á Miðnesi og á Akranesi eru bæði í afmörkuðum bæja-
Jhverfum, þar sem tún nokkurra jarða liggja saman. Kirkjuból á
4