Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 37
37
Kirkjubóla, sem nú hafa verið talin, því ekki er ástæða til að ætla»
að fleiri bæir með því nafni hafi verið þar í sveitinni.
17. Kirkjuból í Skutilsfirði. Kirkjuból í Skutilsfirði stendur innan-
vert við fjörðinn, neðst í austasta dalnum, sem gengur inn af‘firðin-
um. Tveir bæir aðrir eru í dalnum, Fossar og Engidalur. Kirkjuból er
stærst af þessum jörðum, 26c að fornu mati.
Kirkjubóls er fyrst getið í máldaga Eyrarkirkju, sem talinn er vera
frá því um 1286, og að vísu er mjög forn1 *). Þar segir, að til Eyrar-
kirkju liggi »tijundir af x Böum oc half af kirkiu Boli«. Þetta sýnir
það tvennt, að jörðin var búin að fá nafnið Kirkjuból á seinni hluta
13. aldar, og að þar var þá einhverskonar kirkja, því bóndinn á sýni-
lega að taka hálfar tíundirnar heima, en rétt til þess hefur hann að-
eins getað átt í notum þess, að kirkja væri á bæ hans. Snemma á
14. öld var svo réttur þessarar kirkju aukinn, er Jón biskup Halldórs-
son vígði þar kirkju »gudi til dyrdar Mariu drottingv og helgvm jone
gudspialla manne.« Skyldi hún vera hálfkirkja, og voru þá lagðar til
hennar allar tíundir af heimajörðinni og meira að segja af báðum
hinum bæjunum í dalnum líka, Fossum og Engidal3). Var það mjög
óvenjulegt, að hálfkirkjur nytu svo mikils réttar, að til þeirra lægju
tíundir af öðrum bæjum. Kirkju þessarar er oft getið síðar og var
hún við líði allt fram á 18. öld, Var enn embættað þar 1710, er
heimamenn gengu til sakramentis3). Kirkjuból var ávalt bændaeign,
svo að eigi getur leikið neinn vafi á því, að það hefir dregið nafn
af kirkjunni, sem þar var.
18. Kirkjuból í Heydal. Heydalur'gengur tiljjsuðvesturs inn af
Mjóafirði í Vatnsfjarðarsveit. Samnefndur bær'er í dalnum, og er hans
getið í Sturlungu4), en í brétum fyrst 14585). Heydalur er 24c að
fornu mati. Ennfremur getur Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns fimm eyðibýla í dalnum. Eitt þeirra, Galtarhryggur, hefir
verið byggt upp á 19. öld og er nú í byggð. En ekkert af þessum
eyðibýlum jarðabókarinnar finnst nefnt í eldri heimildum, og mætti
þó búast við því, ef þau hefðu verið byggð eftir miðja 15. öld, því
flestar jarðir á þessum slóðum voru eign Vatnsfirðinga, og um eignir
þeirra eru enn til mörg bréf, úr því fram á síðari hluta 15. aldar
kemur. Virðist og ólíklegt, að sex býli hafi nokkurn tíma samtimis verið
byggð í dalnum. Eitt af þessum eyðibýlum nefnir jarðabókin Kirkjuból, og
getur þess að munnmæli séu, að þar hafi verið kirkja, »en enginn hér ná-
lægur kann hér um framar að undirrétta.« Þetta nafn er þekkt enn. Jóhann
1) Dipl. isl. II. nr. 130. 2) Dipl. isl. II. nr. 44G. 3) Jarðabók Á. M. og P. V.
lsafjarðarsýsla. 4) Sturl. II. bls. 114. 5) Dipl. isl. V. bis, 163.