Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 111
111
tungur og Hrafnatangi, sjeu dregin af mannsnafninu Hrafn, — án
þess að bent verði á eldri sagnir eða nokkur rök því til stuönings.
Ekki eru þessi nöfn, Hrappsstaðir og Hrafnsstaðir, mjög svipuð held-
ur, nema í óljósum framburði.
Hrappsstaðir hjet býlið eftir gamalla manna sögn árið 1711, og
æ síðan hefir það heitið því nafni, svo vitanlegt sje. Eldri heimild
þekkist varla, og ekki verður heldur sannað, að hún eigi skylt við
Njálu; þar munu munnmælin ein vera til stuðnings. „Hrafnsstaðir"
þekkjast þar ekki, eða í nokkrum öðrum ritum, svo mjer sje kunn-
ugt, — en hefði býli með því nafni verið til hjer um slóðir, hefði
verið líklegra, að það hefði staðið austan Fiskár, þar sem framan-
greind örnefni eru. En þar eru öll lönd óblásin, og sjást þó engar
byggingaleifar eða byggingar, nema borgir. Hefðu þessir staðir,
Hrafnár (fyrir Hrafnaár), Hrafnatungur og Hrafnatangi, verið
kenndir við mann, hefði fleirtalan ekki komizt að, heldur hefðu ör-
nefnin verið Hrafns-ár, -tungur og -tangi.
Skammt fyrir vestan Hrappsstaði, innan girðingar, virðist vera
mjög forn bygging (Árb. Fornlf. 1932, bls. 32; sbr. Árb. Fornlf. 1898,
bls. 22). Niður af henni er Smiðjunes. Hugsa mætti þar rauðablástur
verið hafa.
Útlit Þríhyrnings, og uppdráttur af honum og umhverfinu. —
Þríhyrningur, sjeður að norðvestan, t. a. m. frá Keldum, er að útliti
einstakur að tign og prýði. Vaxtarlagið snyrtilega gerir hann síung-
an, sem á festarmótum, og móttækilegan fyrir áhrifum hinnar breyti-
legu náttúru. Hann ber hinn sólroðna búning í aftanskyni, en íklæðist
hinum hreina bláa feldi við Ijettan búning geimsins umhverfis. Festa
hans er stöðug; og frá honum kemur hinn hlýi loftstraumur vetrar-
ins. Hinn nýi gróður laðast nú einnig að hinum efri hluta hans hjer
og þar, allt í eggjar upp. Við hlið hans stendur Vatnsdalsfjall, sem
er jafnvel forsælumegin og í brattlendinu jafnan klætt í sinn forna
og undraverða, fagra og fellingaríka bjargræðis-hjúp ofan frá og í
skaut niður.
Eins fallegur og Þríhyrningur er á vel málaðri mynd, eins til-
komulítill virðist hann á landsuppdrætti, t. a. m. hinum nýlega upp-
drætti herforingjaráðsins (frá 1907), er mjer þykir hafa mistekizt
að ýmsu leyti. Þríhyrningur virðist sýndur þar nærri graslaus, en
það er hann ekki. Slakkinn, mjög grösugur upp, virðist mjer talsvert
of stór. Þar eru nokkrir smálækir, er falla þó í einu lagi í Fiská. Þeir
eru ekki sýndir á uppdrættinum. Hornin sýnast 5, en eru 3. Hin
syðstu eru á rjettum stað. Grettisskarð sýnist vera horn milli nyrðri
hornanna. Það er sýnt of sunnarlega, en er að eins lítið eitt nær norð-