Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 191
189
náma telji einrx bardagann „við Knafahóla“, þá er það aðeins til
þess, að auðkenna hann við fyrirsátursmenn þar. En bæði Gunnars-
steinn við Rangá og dysin tvö þar í nánd sanna fyllilega nákvæma
frásögn Njálu. Og frásögn Landnámu um bardagann „við garð hjá
Hofi“ ber að skilja á sömu leið, eins og góða samlíking. Líkt og sagt
væri, að bardaginn hefði farið fram undir handarjaðri Marðar á
Hofi. Þar með var gefið í skyn ódrenglyndi Marðar, að „liggja inni“,
meðan drepnir væru skjólstæðingar hans, og vesalmennskan, að at-
yrða konuna, sem gerði honum aðvart um bardagann og vildi láta
hann skerast í leikinn. Njála segir þarna líka nánar frá, að barizt
var við ána, og vafalaust að sunnanverðu við vaðið. Þar átti Gunnar
hægara með að leynast undir brúninni, þar til Kirkjubæjarmenn
komu að. Og ekki álitlegra fyrir hann að bíða nær Merði, sem þá
var átrúnaðargoð fjandmanna Gunnars. Eigi hefir Gunnar heldur
verið svo óforsjáll að fara yfir ána og ætla sjer að verja þeim þar
landtökuna. Hinir hefðu þá vafalaust snúið frá og hleypt sem skjót-
ast á öruggan stað.
Þriðja bardagann, við þriðja vaðið á Rangá, hygg jeg jafn-sann-
an og rjettan hjá höf. Njálu. í Krappanum fyrnefnda, milli Rangár
og Fiskár, eru sums staðar lautir djúpar og góðar til fyrirsetu með
marga menn og hesta, án þess að sjáist til frá bæjum eða af vegin-
um með Fiská, fyr en næstum var þar að komið. Get jeg þess til,
að þarna hafi þeir 24 menn, undan Þríhyrningi og frá Kirkjubæ,
setið fyrir Gunnari. Og að þeir Gunnar og Kolskeggur hafi þá, er
þeir komu að, „hleypt fram hjá þeim“, lítinn krók að Rangá, fyrir
ofan Þorgeirsvað, einungis í sama skyni og áður frá Knafahólum.
Þeir hafa þekkt þar vígi nokkuð við ána, eða betri aðstöðu til varnar
en á berangri, þar sem svo margir menn gátu umkringt þá og sótt
að þeim frá öllum hliðum.
Hrösunarhellur.
1. Flótti Lýtings á Sámsstöðum til Rangár, eftir víg Höskuldar
Njálssonar, ásamt bardaga bræðra hans, verður löngum vafaatriði.
Heí'ir líka orðið mörgum góðum mönnum hneykslunarhella, til ámæl-
'uS um höf. Njálu. Sennilegast er þó, að hjer sje aðeins um ritvillu af-
ritara að ræða. — Afritari gat verið ókunnugri staðháttum en höf.,
og svo þegar Lýtingur fer í skógana við ána, kynni hann að hafa
hugsað of ríkt til Ingjalds á Keldum, sem hvarf frá Flosa í skógana
við Rangá.
Bæði staðhættir og frásögn öll í Njálu, um nefnda atburði, bend-
ir ótvíi’ætt á Þverá, en ekki Rangá. í alþýðuútgáfunni af Njálu