Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 154
152
Það er, að það hafði ekki kýr eða bjó ekki við málnytu; þó mun það
hafa haft einhvem sauðfjenað. Þess vom dæmi, að þar bjuggu tvær
fjölskyldur.
Vestan-við öfugsnáða er Vörðuvík (107), og vestan-við hana
Dagmálavík (108); er hún austan-við Vatnskotstún. Þá er sker, sem
heitir Murtutangi (109). Stutt íyrir ofan Vatnskot heita Hryggir
(110); er það hólaröð, sem snýr austur og vestur. Austan-við þá er
Þuríðarvarða (111); stendur hún á smá-hól upp af Vörðuvík. Skammt
austar og norðar er Fuglstapaþúfa (llla). Þar austur-frá, allt að
Mel (112), eru mosaflesjur skóglausar, sem heita Eyður, upp-að svo-
nefndum Sauðasteinum (113), sem eru háir hellubalar með gras-
brekkum að sunnan; snúa þeir austur og vestur. Austan-við þá og
Hellisvörðu var götuslóði frá Skógarkoti að Öfugsnáða, kallaður
Veiðigata (114).
Upp-af Grunnhólum, vestan-við Tjarnir, eru stórir hólar með
djúpum lautum á milli, sem heita Klifhólar (115). Skammt norður frá
Tjörnum liggur vegurinn yfir bratta klapparhæð; heitir hún Melur
(116). Þaðan gengur lægð til norðausturs, vestan-undir Brúnar-hall-
anum. Það heitir Lágbrún (117); nær hún allt að stórum grjóthól,
sem lokar fyrir norðurenda hennar. Á hól þessum er varða, sem heit-
ir Stórastekkjarvarða (118), og er hún beint niður frá áðurnefnd-
um Nyrðri-Klukkuhól (119). Þaðan eru óreglulegir hólar og balar
til norðvesturs heim undir Gamla-stekk (120); heita þeir Stekkjar-
vörðubalar (121).
Að norðvestan við Lágbrún er ávalur jafn halli að henni, sljett-
ur að ofan, sem heitir Leiti (122); nær það frá Stekkjarvörðubölum
með Lágbrún að Hrútabrekkum (123), sem eru vestan í löngum
grjóthól frá norðri til suðurs, austan vegarins. Leiti nær einnig alla
leið heim að Gamla-stekk (124) ; hann er norðvestast á Leitinu og
var notaður frá Skógarkoti. Stekkurinn er þar, sem líkur eru fyrir,
að Ölkofrastaðir hafi verið. Þar bjó Ölkofri eða Þórhallur sá, er ölið
bruggaði fyrir alþingisgesti og brenndi Goðaskóg (126). Þar var
haldið við litlum túnbletti fram undir 1900, og þar var brunnur
fram yfr þann tíma, sem var þrauta-vatnsból frá Skógarkoti; hann
þraut ekki, nema þegar þurkar og frost hjeldust vikum saman.
Ölkofrastaðir eða Gamli-Stekkur eru suðaustan-undir hárri hæð, sem
heitir nú Stekkjarhæð (127), og er þar skjól talsvert í norðanveðr-
um. Vestan-í hæðinni er mjög djúpur dalur með bröttum brekkum
og klapparbrúnum, sem einnig er kenndur við ölkofra, og vestan-
við dalinn er ölkofrahóll (129).
Vestur-að Hrútabrekkum, að Sauðasteinum, heitir Hrútabrekku-