Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Qupperneq 131

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Qupperneq 131
SAGA HESTALÆKNINGA Á ÍSLANDI 183 Á öðrum stað minnist Houser á frumtrúarbrögð, á bls. 27. Þar segir: „Gelding manna hefur víst átt rætur í frumtrúarbrögðum, en vönun stór- gripa má vel vera til komin af reynslu. Undir eins og menn tömdu stórgripi til brúkunar, munu þeir hafa komist að raun um, að ekki var unnt að spekja graðhest eða naut, sem varð fyrir kynæsandi áhrifum. En hver sem uppruni vönunar skepnanna er, eins og Boers bendir á, hefur árangur hennar snemma komið í ijós, m.a. í því, að þær skepnur, sem vanaðar höfðu verið, hneigðust til að fitna. Fita gerir kjöt fínna og bragðbetra." Ég held það komi varla t.il mála, að gelding manna hafi upphaflega verið trúarleg athöfn, þótt einhvern tíma seinna kunni svo að hafa verið iátið heita til réttlætingar. Ég tel einsýnt, að þeir menn voru geltir, sem ráðandi öfl töldu ekki heppilegt að eignuðust afkvæmi eða legðust yfirleitt með konum. 1 þjóðveldislögum okkar stendur t.a.m. þessi grein um sakaraðila í legorðssökum: „Rétt er að gelda göngumenn, og varðar eigi við lög, þó að þeir fái örkuml af eða bana.“ Göngumenn hér merkja förumenn eða flækinga, sem misjafnlega mikið var af eftir árferði og atvinnuástandi. Þeir gátu kannski átt það til að auka ein- hverja heimasætuna eða jafnvel eiginkonuna barni, og síðan var undir hælinn lagt, hvort nokkurntímann náðist til þeirra, þegar engin var rannsóknarlögregl- an. Því hefur þetta harkalega ákvæði trúlega verið sett. Þetta er praktískt at- riði, en ekki trúarlegt, frekar en með stórgripina. Þá fer nú að draga að niðurlagi þessa máls, en þá langar mig að víkja ögn að því, sem ég vil nefna hálfgerðan þjóðrembing höfundar fyrir hönd okkar Is- lendinga og ásakanir hans í garð konungs og kirkju. 1 17. kafla á bls. 164, segir t.d.: „Öldum samari hafa íslenskir hestar þjáðst af munnsærum, sem hægt hefði verið að koma i veg fyrir. Ekki er þó grimmd íslendinga um að kenna, heldur sérvisku og ósið þeirra, sem eiga rætur að rekja til þeirrar aldar, sem fylgdi endalokum lýðveldisins og lýsti sér í hallærum, farsóttum, fátækt og arðráni, fyrst af hálfu fulltrúa páfans og síðar af Danakonungi.“ Ég get sagt líkt og fyrri andmælandi, að ég er ekki mikill trúmaður, og ég er ekki heldur konunghollur. En hinsvegar þykist ég vera talsverður þjóðrembu- maður. Engu að síður finnst mér, að hér og raunar víðar taki doktorsefnið óþarflega stórt upp í sig. Ég held til dæmis að hallæri og drepsóttir geti tæpast verið bein afleíðing endaloka þjóðveldisins. Það er auk þess ekki nægilega ljóst, hvern þátt lækhandi meðalhiti og versnandi árferði á 13. öld einni átti í því, að Islendingar glötuðu sjálfstæði sínu. Og þó að margt ljótt megi segja um fulltrúa páfans og kóngsins, þá hygg ég endilega, að það hafi ekki verið ein- tómir slæmir hlutir. Ég held líka, að allskonar undratrú eða hégiljur, ef maður vill nota það orð, þurfi ekki endilega að vera klerklegar eða runnar frá kirkj- unni. Þessi fyrirbæri eru allsstaðar til og meira að segja hjá þeim, sem afneita trúarbrögðum með öllu. Houser vitnar í þessu efni til ummæla bæði Þoi-valds Thoroddsen og Schleisners læknis um ástandið í andlegum málum á 19. öld og sögullegar orsakir þess. En ég tel, að vel megi hugsa sér, að þessir tveir ágætu menn hafi verið of einsýnir og ákafamiklir, og auðvitað engir alvitringar. Þótt mitt hjarta hrærist að sönnu við að lesa hól um íslenska bændur og þeirra skynsemi miðað við stéttarbræður þeirra annarsstaðar á Norðurlöndum, er ég þó ekki alveg sannfærður um, að það sé að öllu leyti verðskuldað. Þó má vel vera,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.