Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Qupperneq 3
75
öllum minni höfum og fljótum, sem liggja að því, hefir
til forna verið fult af laxi og silungi, sem óspart hefir
verið veiddur. Afleiðingin af þessu hefir orðið sú, að
veiðin hefir sumstaðar gjöreyðzt, sumstaðar minnkað
eða orðið því nær að engu. þ>ó að lög hafi verið til
friðunar laxi, hafa menn vanrækt að hlýða þeim eða
farið í kringum þau.
Hér á íslandi höfum vér frá fornöld nokkrar laga-
setningar um friðun á þessari veiði, en þessi lög hafa
eigi verið fullkomin friðunarlög, heldur einkum snert
veiðirétt og veiðiaðferð sökum sameigna þeirra, sem
opt eru á veiðistöðunum. f>að er að eins hin eina
setning: „ganga skal guðs gjöf til fjalls sem til Qöru,
ef gengið vill hafa“, Jónsbók landsleigubálkur LYI,
sbr. Grágás landabrigðabálk XLIX, sem sýnir, að í forn-
öld hefir þótt þörf á að vernda viðkomuna. Á síðari
árum hafa laxveiðar verið stundaðar meira hér á landi
en áður. Veiðin hefir hækkað í verði, og við það
hefir áhuginn vaxið til þess að gjöra hana sem arð-
samasta. J>að er að vísu ekki kunnugt, að veiði hafi
gjöreyðzt að fullu í neinni stórá, en á hinu er enginn
efi, að veiði í allmörgum ám hefir minnkað að mjög
miklum mun. Eg skal að eins færa til dæmis hinar
alþektu Eiliðaár. Öndverðlega á 13.ÖM var þarveiði,
og er um veiðiaðferðina kveðið á um ádráttarveiði á
fjörum, þá er gért er í ár, og þá er af eru veittar.
Veiði þessi þótti þá svo mikils verð, að Staður í Við-
ey og kirkjan í Laugarnesi áttu hálfa veiði, og þar á
móti Gufunesingar, Víkurmenn og Nesmenn með þeim
hætti, sem til er tekinn i máldaga Viðeyjar frá 1235.
Veiði þessari hefði ekki verið svo margskipt, nema
hún hefði verið mikils virði. Veiðin var síðar gjörð
að konungseign, og þar á eptir var hún jafnaðarlega
seld á leigu ýmsum mönnum, sem sjálfsagt hafa veitt
hlífðarlaust. Frá veiði í ám þessum er sagt í Eptir-
5*