Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Side 4
76
mælum 18. aldar (bls. 121 f dönsku útgáfunni), að í
kistum þeim, sem voru i ánum, hafi á hverjum degi
sumarið 1807 veiðzt um 100 laxar á dag, og á einum
degi, eða eins og höfundurinn segir, á einum einasta
degi, þá er vatni var af veitt, um 6000 laxar. þ>essi
veiði var að vísu þá talin óvanalega mikil, og hún er
það og, þegar að er gætt, að lítið vatnsmegn er í ám
þessum. í útlöndum er það talin ein hin mesta veiði,
að í á einni norðan til á Skotlandi veiddust í einum á-
drætti 2560 laxar. Enda þótt að laxveiðin í Elliðaán-
um ekki hafi minnkað í síðasta mannsaldur, verður því
ekki neitað, að hún hefir rýrnað mjög frá þvi á fyrri
hluta þessarar aldar.
En það var ekki áform mitt, að fara mörgum orð-
um um rýrnun á veiði í einstakri á. Dæmi þetta höfum
vér tekið til þess að sýna, hversu mikil veiði þessi hafi
áður verið, en eg læt svo þar við lenda, að taka fram,
að nú á síðari tímum, eptir að veiði þessi hefir verið
stunduð ákafar, hefir hún alment þverrað svo mjög í
mörgum fljótum vorum, að allar líkur eru til þess, að
það sé af þeirri ástæðu, að of mikið hafi verið veitt,
og viðkoman því minnkað.
Á hinn bóginn hefir lax hækkað svo í verði, að
öllum er ljóst, að veiði þessi geti verið einn af hinum
mikilvægu atvinnuvegum lands vors, bæði til manneld-
is í landinu sjálfu, og til útflutnings. Ef að athugað
er, hve mörg og góð veiðivötn eru hér á íslandi, má
fljótlega komast að raun um, að í þeim er falin mjög
mikil auðsuppspretta. Eg vil ekki rekja þann feril í
þetta skipti, enda væri það til lítils, afþví að landvort
er enn alt of fáment, en þegar svo er, að Norðmenn
álíta, að arðurinn af góðri fiskrækt á laxi og silungi
gæti, þegar alt væri komið í gott lag, jafnazt við það,
sem inn í land þeirra er flutt af útlendum varningi,
eða 200 milíónir króna, eða orðið mikið meiri en alt