Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 8
8o
þeirra, og svo verið bókfært, hve nær og hvar þeim
var aptur hleypt í sjó eða fljót, og þar næst hvar og
hve nær þeir aptur voru veiddir. þannig hafa menn
fjölda af rannsóknum, sem sýna, að laxinn ávalt kemur
aptur í fljót það, er hann hefir alizt upp í. En til þessa
þarf hann að fara langar leiðir yfir margar torfærur,
og sýna þessi ferðalög hans, að hann hlýtur að vera
fær um að rata vel veg þann, sem hann þarf að fara
hvort heldur í sjó eða vatnsföllum, og loks áræðir hann
yfir mestu torfærur, er hann, til þess að geta komizt í
átthaga sína, stekkur upp háa fossa og fer yfir straum-
harðar iður. í göngum sínum í sjó halda laxarnir
saman, en þegar þeir koma að landi, skilja þeir, og
hver þeirra finnur fljót sitt, og það alt eins vel, þó að
mörg og góð laxafljót renni í sama fjörðinn. Ef að
átthagar laxins eru í fljótum, sem renna f stöðuvatn,
sem þeir þurfa yfir að fara, þá fara þeir um vatn þetta
til þess að ná á fæðingarstað sinn. Á Englandi er
þannig laxafljót nokkurt, að nafni Shin. þ>ar er mjög
mikil veiði, og kemur fljótið úr stöðuvatni, en í stöðu-
vatnið renna fjórar ár, ekki mjög stórar, og varð aldrei
vart við lax í þeim þangað til árið 1836. En á því
ári voru í fljótinu Shin veiddir laxar, rétt á undan
got-tíma, og fluttir í þær 4 ár, er renna í stöðuvatnið.
J>eir hrygndu nú í ánum, og frá þeim tíma er lax í
þeim, og hefir hver þeirra sfna fiska, er koma þangað
nýrunnir, en fara fram hjá stöðvum forfeðra sinna, og
leita á þann stað, er þeir hafa alizt upp á.
Meðal annars leiðir af því, að laxinn leitar ávalt
á sömu stöðvar, að svo að segja hvert fljót hefir ein-
kennilegan lax. J>að er þannig með laxinn, eins og
með sauðféð, er hvert hérað og jafnvel bæir hafa ein-
kennilegt fjárbragð. þannig sjáum vér, að laxinn, sem
veiðist í Elliðaánum, er öðruvísi að útliti, en sá, sem
veiðist í Blikastaðaá, og aptur enn öðruvísi í Laxá í