Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Side 9
8i
Kjós eða Hvítá í Borgarfirði o. s. frv. Silungar sömu
kyntegundar í ám þessum eru og frábrugðnir hver
öðrum, og hið sama á sér og stað með bleikjurnar í
Elliðavatni, þúngvallavatni, Ulfljótsvatni, Mývatni o. s.
frv. fetta greinist svo í sundur, að þó að ár renni
saman, hafa fiskarnir í hverri á einkennilegt útlit, vöxt,
hold- og smekkgæði. fessi mismunur kemur optlega
fram á mjög litlu svæði. Við Kristjanssand í Norvegi
eru tvær fiskiár, allskamt hvor frá annari. í þóris-
dalsá þar er laxinn rennilegur, fallegur á vöxt, og
ljómandi á lit, ágætlega feitur og smekkgóður, en í
Toppdalsá er hann þunnur, dökkleitur og til matar
lélegur, fitulítill, og ekki góður á bragð. f>að er eigi
hægt að segja, hvað það er, sem veldur þessum mis-
mun, allopt á litlu svæði, en það liggur næst að halda,
að það komi af mismunandi viðurværi eða framfærslu-
magni i fljótunum. í sumum þrífst viðkoman betur
og dafnar, en í öðrum miður, og að þessu geta fisk-
arnir búið alla sína æfi.
Allir laxkynjaðir fiskar hrygna í fersku vatni en
ekki í sjó. Hrogn og svil missa alt frjóvgunar- eða lífs-
magn, ef að selta kemur að þeim eða salt vatn. Með-
an laxinn er ungur, þolir hann ekki sjó, en þegar
hann verður stærri, skiptir hann búning, tekur á sig
fararhaminn, eins og síðar verður sagt, og þá verður
það lífsnauðsyn fyrir hann að fara til sjávar, og dvelja
þar um stund.
Mönnum eru að vísu ekki kunnar allar þær á-
stæður, er kunna að knýja laxinn til þess að leita til
sjávar, undir eins og hann verður fær til þess. þ>essi
hvöt er mjög sterk. Hinir litlu fiskar, sem áður undu
sér vel, verða ókyrrir, og reyna til þess að komast út.
Menn hafa dæmi til þess, að þeir stökkva út úr ali-
pollum, sem þeim er haldið í, og reyna að komast á-
fram i gegnum hverja smugu, sem þeir geta fundið.