Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Qupperneq 12
84
Eg hefi nú áður drepið á hinn fljóta vöxt, er lax-
inn nær á stuttum tíma í sjó, bæði er hann fer fyrstu
för sína þangað og síðar. Mest vex hann í fyrsta sinn
er hann dvelur í sjó, og kemur þangað frá 4—5 þl. á
lengd, eða eins og sumir telja 6—7, og sem vér álít-
um réttara. þ»að er álit manna erlendis, að hann,
er hann kemur aptur í fljótið i fyrsta sinn, hafi náð
2—6 pd. þunga eða að meðaltali 4 pd.; þá er hann
kemur úr sjó árið eptir, mun hann vega 6—12 pd., að
meðaltali 8 pd., og er hann þá á 3. ári, hafi hann far-
ið sem ársgamall fiskur; á næsta árinu eða þvi íjórða,
er hann rennur úrsjó, vegur hannað meðaltali 16 pd.,
og heldur hann þá enn fremur áfram vexti sínum, en
miklu minna en áður. Sumir telja, að lax vaxi í sex
ár og ekki muni lifa yfir tíu ár, en um aldur þann, er
laxarnir geti náð, er svo mikil óvissa, að í þeim all-
mörgu bókum, er eg hefi stuðzt við, er því nær öll-
um sneitt hjá, að tala um þetta atriði.
Taki menn nú til samanburðar við lax ýmsar
tegundir af silungum og urriða, þá er nú að vísu vöxt-
ur þeirra nokkuð misjafn eptir tegundum, hvort held-
ur um silung, bleikju eða sjóbirting er að ræða, en
sé nú ráð gjört fyrir meðaltegund af báðum, þá verð-
ur eptir reynslu frá ýmsum fiskiræktarstöðum í Norður-
álfunni og í Vesturheimi samanburðurinn á milli laxa
og silunga, sem hafa gott viðurværi, á þessa leið.
Tvævetur lax að meðaltali 4 pd., silungur 3/a pd.
f>révetur —-----------------9 — -------------- i‘/2 —
Fjögra vetra —--------------16 — ------------- 3 —
þ>etta er nú eins og það gjörist í öðrum löndum;
en þá er þessar tölur komu út, mun ráð hafa verið
gjört fyrir stærri fljótum erlendis, þar sem lax er gild-
ari og stærri en í fljótum hér á landi, sem eru minni
í samanburði við hin, nema ef vera skyldi hin stærri
fljót vor.