Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 18

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 18
go og svo til ætis fyrir aðra fiska, sem klakið væri út á vetrardegi. fegar laxinn er búinn að vera í fljóti sínu um nokkuð langan tíma, leitar hann aptur til hafs og dvelur þar, eins og eg áður hefi skýrt frá. þar tekur hann til hinnar ríkulegu fæðu, er honum býðst, og fitnar bæði fljótt og vel. þrátt fyrir velsæld þá, sem hann nær í sjónum, getur hann eigi unað sér þar, en leitar á vorin og sumrin upp í fljót sín. Menn telja almennast, að hann leiti í fljótin til þess að hrygna, en það getur eigi eingöngu verið þess vegna, að hann svo snemma sé í göngu, þar eð svo mikill fjöldi af honum sækir þangað löngu áður, en hrognin fara að vaxa, eða mörgum mánuðum á undan got-tímanum. Til þessa hljóta að vera fleiri ástæður, en þær eru eigi svo kunnar eða áreiðanlegar, að um þær megi hafa fulla vissu. Aður töldu menn, að það mundi hvetja hann til fljótanna, að á honum kvikna, þegar hann er í sjó, ýmisleg smádýr, er gjöra honum óhægð, og standa honum fyrir þrifum, ’en við þau losnaði hann, er hann kæmi í ósalt vatn, og væri það honum svöl- un að koma í slíkt bað. En jafnharðan og hann kemur í fljótið, fara að kvikna á honum önnur dýr, er líka gjöra honum óhægð, og sökum þeirra ætti hann að leita til sjávar. þessi óþrif á honum geta ekki verið hin helzta eða jafnvel veruleg hvöt fyrir hann til að ieita frá eða til sjávar. Annars hafa sumir getið til, að lax leiti í fljótin einkum fyrri hluta sumars, af því að hann þá í sjónum er kominn í offitu eða ofsæld1. Hún hverfur mjög fljótt þegar laxarnir koma í hið tæra vatn, þar rennur fljótt af þeim, og það svo, að eptir viku eru þeir ekki eins ljúffengir til fæðu og þá þeir 1) þessi getgáta er tekin eptir Couch British fishes IV. bl. 192, en eg skal hvorki halda henni fram eða mæla á móti henni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.