Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Qupperneq 18
go
og svo til ætis fyrir aðra fiska, sem klakið væri út á
vetrardegi.
fegar laxinn er búinn að vera í fljóti sínu um
nokkuð langan tíma, leitar hann aptur til hafs og
dvelur þar, eins og eg áður hefi skýrt frá. þar tekur
hann til hinnar ríkulegu fæðu, er honum býðst, og
fitnar bæði fljótt og vel. þrátt fyrir velsæld þá, sem
hann nær í sjónum, getur hann eigi unað sér þar, en
leitar á vorin og sumrin upp í fljót sín. Menn telja
almennast, að hann leiti í fljótin til þess að hrygna,
en það getur eigi eingöngu verið þess vegna, að hann
svo snemma sé í göngu, þar eð svo mikill fjöldi af
honum sækir þangað löngu áður, en hrognin fara að
vaxa, eða mörgum mánuðum á undan got-tímanum. Til
þessa hljóta að vera fleiri ástæður, en þær eru eigi
svo kunnar eða áreiðanlegar, að um þær megi hafa
fulla vissu. Aður töldu menn, að það mundi hvetja
hann til fljótanna, að á honum kvikna, þegar hann er
í sjó, ýmisleg smádýr, er gjöra honum óhægð, og
standa honum fyrir þrifum, ’en við þau losnaði hann,
er hann kæmi í ósalt vatn, og væri það honum svöl-
un að koma í slíkt bað. En jafnharðan og hann kemur
í fljótið, fara að kvikna á honum önnur dýr, er líka
gjöra honum óhægð, og sökum þeirra ætti hann að
leita til sjávar. þessi óþrif á honum geta ekki verið
hin helzta eða jafnvel veruleg hvöt fyrir hann til að
ieita frá eða til sjávar. Annars hafa sumir getið til,
að lax leiti í fljótin einkum fyrri hluta sumars, af því
að hann þá í sjónum er kominn í offitu eða ofsæld1.
Hún hverfur mjög fljótt þegar laxarnir koma í hið tæra
vatn, þar rennur fljótt af þeim, og það svo, að eptir
viku eru þeir ekki eins ljúffengir til fæðu og þá þeir
1) þessi getgáta er tekin eptir Couch British fishes
IV. bl. 192, en eg skal hvorki halda henni fram eða mæla á
móti henni.