Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 28
100
sem léítara er fyrir, tekur straumurinn. Sumir segja,
að bæði laxahjónin skiptist til, en aðrir, að hrygnan
ein grafi út, en það er mjög líklegt, að svilfiskurinn
taki þátt í þessari vinnu fyrst framan af, en þegar
hrygnan er byrjuð að gjóta, hefir hann nóg að gjöra
með að halda frá öðrum löxum og urriðum, sem vilja
stela af hrognunum, og þá grefur hrygnan ein holuna.
Holur þessar eru frá 9 til 18 þuml. á dýpt, og þegar
hrygnunni þykir glufan búin, svo að hún geti tekið
eggin, byijar hún að gjóta þeim hrognum, sem hún
getur losað við sig með vöðvasamdrætti kviðarins. Á
meðan er svilfiskurinn á sveig nokkuð neðar, og þeg-
ar hrygnan er komin frá, syndir hann að, og gýtur
nokkru af svilum, er sökkva í glufuna ofan á hrognin,
og frjóvgast þau með þessu móti. Undir gotinu eru
þau titrandi. Að því búnu og eptir að hrognkornin, sem
eru lítið eitt þyngri en vatnið, hafa legazt á glufu-
botninum milli malarinnar — og skéður þetta hér um
bil á 5 mínútum, — þá byrjar hrygnan aptur að halda
glufunni fram upp á móti straumnum, en straumurinn
færir aptur mölina niður í gryfjuna og þekur hrogn-
korn þau, sem þar eru niðri; þannig halda þau nú
fram því að grafa, gjóta og hylja yfir þangað til öll
hrognin eru lögð, og stendur á því fleiri daga, 4—8.
Eggin eða hrognkornin eru gulleit fyrst og hálfgagn-
sæ, svo að roða slær á. fegar svilin koma á þau,
dökkna þau, en verða síðan gagnsæ. f»að er einkum
um kvöld og morgna, i birtingu eða rökkvan, að fisk-
ar þessir gjóta. Sumir álita, að hrygningin fari fram
jafnóðum og hrognin verða fullþroska, en aðrir, og
það fleiri, að hrygnan ekki gjóti fleiri hrognum í senn,
en góðu hófi gegnir, til þess að kviðvöðvarnir jafnóð-
um geti dregizt saman. Eptir gotið fara laxahjónin
niður eptir straumnum og staðnæmast þá í niðurgöng-
unni í fljótum eða hyljum, sem neðar liggja, þangað til