Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Síða 29
loi
þau komast til sjávar. Sagt er, að í Skotlandi gangi
svilfiskar fyr niður en hrygnurnar, og að þær í Skotlandi
stundum dvelji í hyljunum þangað til í aprílmánuði.
Ameríkumaðurinn Seth Green segir svo frá goti
sjóbirtingsins, að hann fyrst velji sér hentugt svæði á
malarbotni, á grunnu, þar sem straumur er, helzt þar
sem uppspretta vellur upp. f>egar þeir para sig, verða
opt harðir bardagar milli svilfiskanna, en þá þeim
er lokið, fara fiskhjónin bæði á gotstaðinn, og halda
þar kyrru fyrir, ef þau eigi eru stygð, en svilfiskurinn
rekur burt alla aðra svilfiska, sem verða nærgöngulir
og leita á. þ>á má á stundum sjá lítinn svilfisk með
stærri hrygnu, og er það þó vanalegt, að minni svil-
fiskar víki á bug við þá stærri, nema um got-tímann,
því þá ræðst lítill svilfiskur á þrefalt stærri fisk, ef
hann kemur í nokkurra feta fjarlægð við hann. Verði
nú svilfiskar þeir, er leita á, of margir, er það opt, að
hrygnan hjálpar maka sínum. Eptir að hrygnan hefir
valið sér maka, slær ekki lengur í bardaga. Hinir
nærgöngulu svilfiskar hverfa frá, þegar að makinn
ræðst á þá. þ>eir virða þannig hið stofnaða hjónaband.
Hrygnan býr þá til hreiður, sem er 6—8 þumlunga að
þvermáli, 2 eða 3 þumlunga djúpt; myndast það við
að hún stingur skoltinum niður í mölina, og varpar henni
til hliðar með sporðinum, um leið og hún reisir höfuð-
ið aptur upp. Að þessu er hrygnan fleiri daga, þang-
að til alt er í lagi, og liggur hún þá í hreiðrinu, þang-
að til hún getur hrygnt nokkru, og gætir svilfiskurinn
hennar þá svo vandlega, að hann er ávalt nærri til
þess strax að gjóta svilunum yfir eggin. Að því búnu
fer svilfiskurinn frá, en hrygnan þekur hrognin með
því að sópa með sporðinum möl ofan á eggin. Sé
það ekki nóg, fer hún á móti straumi og rótar möl
upp ofar, svo að hún falli á hrognin. Eptir nokkrar
mínútur kemur svilfiskurinn aptur til þess að sjá, hvern-