Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Síða 32
104
ar eða ársgamlir. feir, sem í öðrum löndum hafa reynt
að komast að raun um þetta, hafa sumir álitið, að Vio
en sumir að að eins x/ioo partur eða minna af hrogn-
kornunum klekist út, og að af fiskungunum farist og
etist upp þar á eptir minnst helmingur. þ>etta er nú
reynsla í öðrum löndum, og má þar af ráða, hvernig
ástatt sé hjá oss, þar sem vetrarhörkurnar eru miklar,
árnar gadda ástundum sumstaðar niður í botn, og svip-
legar vetrarhlákur ryðja öllu á burt.
þ>að er mjög misjafnt, hversu fljótt að fiskungarn-
ir vaxa, eptir að þeir hafa klakizt út. Got-tíminn er
mjög misjafn, frá því nokkru fyrir réttir og til nýárs
eða síðar, og gjörir það mikinn mun; þetta fer eptir
því, hvernig á stendur í fljótinu, og einkum eptir hit-
anum. þ>eir fiskungarnir, sem fyrst hafa komið út, eru
búnir að missa kviðpokann, og famir að leita sér fæðu,
áður en hin síðarlögðu hrogn eru klakin út. ý>egar
vorar og hlýnar í veðri og ætið eykst, þá eru þeir,
sem fyrst unguðust út, færari um að leita sér fæðu og
neyta hennar, en þeir, sem enn bera kviðpokann. þ>eir
eldri dafna því betur, leita ætisömustu staðanna í fljót-
inu, og þar geta hinir minni ekki haldizt við, og fer
því ekki fram að sama skapi og hinum. 5>eir, sem
hafa klakizt út eptir 3 eða 4 mánuði, seint á jólaföst-
unni eða á þorranum, eru þá orðnir 5 þumlunga á
lengd, en bræður þeirra, sem hafa klakizt út á 5 mán-
uðum, ekki yfir 3 þuml. Á vetrum er lítið um æti,
og þá er ekki ólíklegt, að stærri ungviðin eti upp hin
minni. þ>eir, sem fyrst klekjast út, geta því vaxið á
veturna, þegar fram á kemur, náð því að komast í
ferðahaminn, og að vorinu og sumrinu orðið færir að
leita til sjávar. Nái þeir því ekki samsumars, verða
þeir að vera einn vetur til í fljótinu, og má þannig
telja til, að frá því að hrognið er gotið og þangað til
að laxinn verður fær að leita til sjávar, líði frá alt að