Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 34
io6
yfir sjávarmál, þar sem mikil og langvinn vetrarfrost
eru, voru menn nokkrir seint á haustdegi að veiða
silung. Hríð mikla gjörði á þá, og þeir áttu meira en
þingmannaleið til bygða. þeir tóku því net sín upp
í skyndi, og settu bátinn í naust, en gleymdu að taka
negluna úr, svo að vatn stóð eptir í honum, Yorið
eptir, þegar þeir fóru að setja bátinn á flot, var mikill
fjöldi af smásilungi í vatni því, sem eptir var í bátn-
um, og höfðu þeir þannig klakizt út af hrognum þeim
og svilum, sem höfðu sigið úr fiskinum, þegar þeir
tóku hann úr netunum um haustið; en á þvi var
enginn efi, að vatnið í bátnum hafði botnfrosið um
haustið.
Skal þess þar næst getið, að hrogn af laxi og
silungi klekjast út og vaxa upp með likum hætti, og
er á þessum aldri mjög vandasamt að greina þessar
fiskitegundir hverja frá annari. Báðar tegundirnar
hafa svarta punkta eður dropa á hliðunum fyrir ofan
miðrákina og á bakuggunum, og raðir af stærri hring-
mynduðum, aflöngum dílum, 9—12, sem liggja þvert
niður frá hinni dekkri baksíðu yfir miðrákina ogniður
á kviðinn, sem er ljósari. Meira en helmingurinn af
þessum dílum liggur fyrir neðan miðrákina. Rauðir
dropar sjást greinilega á milli dílanna, annaðhvort í
sjálfri miðrákinni eða dálítið fyrir ofan eða neðan hana.
Á laxunganum er hinn dökki baklitur þó heldur
bláleitari. Hinn bezti greinarmunur liggur samtí lög-
un skrokksins. Hjá öllum silungsungum er hann digr-
ari og klúrari, og sama er með uggana, að þeir á
laxungunum eptir stærð fisksins eru að tiltölu mikið
lengri. Á laxunga, sem er 2% þuml. á lengd, nær
broddurinn á brjóstugganum á móts við rótina á kvið-
ugganum eða næstum því að gotraufinni. Á silungs-
unga af sömu stærð ná þeir tæplega aptasta þriðja
hluta fjarlægðarinnar milli þessara ugga, og verður því