Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 37
109
enn fremur til þess að gæta laxanna sem bezt, meðan
þeir eru gestir vorir“.
í lýsingu þessari, sem að vísu er stutt, hefir
verið lögð alúð á að vekja eptirtekt manna um
ýmisleg atriði, sem þeir, er hafa áhuga á fiskiveið-
um þessum, geta, með því að gefa lífi fiska þessara
nákvæman athuga, rannsakað enn betur og boriðsam-
an við það, er reynsla þeirra kann að leiða í ljós. Eg
hefi gjört mér far um að safna sem flestum þvílíkum
atriðum, til þess að þau yrðu reynd og prófuð, því þó
að eg hafi varið ýmsum frístundum til þess að afla mér
þekkingar bæði um þessa og aðra fiska, þá hefir
þekking mín á lífinu í hinum mörgu fljótum og vötn-
um hér á landi ekki getað orðið samstæð heild.
Eg hefi samt orðið .þess áskynja, að mestalt af
því, sem að tekið hefir verið eptir um lax og silunga
í öðrum löndum, einkum norðurlöndunum, á við einnig
hér á landi með þeim breytingum, sem að loptslag og
aðrar kringumstæður leiða í för með sér. þ>að hefði
og verið ómögulegt að rita um þetta án hliðsjónar á
útlendum rannsóknum, og verður það ætlunarverk
þeirra mörgu, sem að hafa færi á að kynna sér eðli og
lifsferil þessara fiska, að gefa þessu meiri gaum en áður.
Sjálfur mundi eg verða þakklátur sérhverjum þeim, er
vildi gefa mér upplýsingar eða bendingar um þessi efni.
Að lokum er ekki úr vegi að taka fram nokkur
atriði, sem að greint er frá hér að framan.
1. Lax og sjóbirtingur gengur ávalt eða vana-
lega í hið sama fljót og hann hefir alizt upp í.
2. Fiskar þessir leggja alt til holda og mest til
vaxtar í sjónum, dvelja að eins í fljótunum umstund og
njóta þar minni fæðu. Af þessu leiðir, að sérhvert fljót,
sem er laxgengt, getur tekið á móti meira af laxi til
styttri dvalar, en af silungi eða bleikjum, sem eru í
vötnunum alla æfi sína. f>arnæst má af laxinum veiða,