Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 41

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 41
þrýsta hægt á kvið fisks, sem kominn var að goti, svo að hrognin færu út, og taka svo strax á eptir svilfisk, og láta fara úr honum svo mikið af svilamjólk á hrogn- in, að mjólkurlitur kæmi á vatnið. Svo fór hann með hrogn og fiskunga, eins og hann gat bezt tekið eptir, að þeir hefði aðbúnað og viðurværi í fljótunum, og alt þetta heppnaðist fyrir honum. Jacobi átti heima í konungsríkinu Hannóver; en þó að tilraunir þessar tækjust vel, og einstöku menn notuðuþær og færu að klekja út fiska, þá gáfu menn þessu ekki gaum, og hin mikilvæga uppgötvun gleymdist eptir því sem fram liðu stundir, og það enda þótt skýrt væri frá uppgötvun þessari í ritum. Árið 1837 gjörði Englendingurinn Shaw tilraunir á líkan hátt, og heppnuðust þær vel, og árið 1841 gat annar Englendingur, Boccius að nafni, komið upp eða klakið út 120,000 silungum, sem allir voru látnir í stöðuvatn eitt. Enn meiri eptirtekt veittu menn samt því, að um sama leyti reyndi ómenntaður fiskimaður Jósep Remy í Frakklandi við Vogesafjöllin slíkt hið sama, og fann það sjálfur, án þess hann hefði um það lesið eða heyrt aðra um það tala. En þó að Remy væri ólærður mað- ur, var hann mjög greindur og aðgætinn. Hann tók eptir því, að silungarnir í fjallalækjunum fækkuðu ár frá ári; atvinnan fyrir hann sem fiskimann rýrnaði, og þessvegna fór hann að rannsaka, hvers vegna þetta væri svo, og hvort ekki yrði úr því ráðið. Hann vissi, að silungarnir í nóvembermánuði fara upp eptir fljót- inu og á lygnustu staðina, til þess að hrygna. Svo sá hann, að þeir aptur og aptur rendu kviðnum upp eptir malarbotninum, og með apturhlutanum ýttu möl- inni til hliðar og mynduðu með barmi þessum eins kon- ar virki á móti straumnum. Svo tók hann eptir því, að fiskarnir lögðu hrogn sín í glufur þessar, og að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.