Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 48
120
sjálfu og til fýzkalands og Svissaralands. Til þess
að gefa hugmynd um, hversu stórkostlegt fiskiklak
þetta er, skal þess getið, að veturinn 1861—62 var
þar klakið út rúmum 18 milíónum eggja ýmissa fisk-
tegunda, en öll 11 árin, sem að fiskiklakið hafði verið
í gangi, var búið að útbýta til annara 110 milíónum
fiskunga allra tegunda, en af þeim var um helmingur
laxar og silungar. Eptir að hérað það, sem Hiiningen
er í, eða Elsass, komst undir þ>jóðverja, hafa þeir hald-
ið hinu sama fram, og lagt fé til þess úr ríkissjóði
sínum. Var svo tilætlazt árið 1875, að verðið á 1000
fijóvguðum hrognakornum eða laxaeggjum skyldi vera
4 kr. 50 aurarfyrir innlenda, en iokr. 66aur. fyrir út-
lenda, en 1000 ungir laxar frá 6—10 vikna að aldri
áttu að kosta 48 kr. 66 a.; 500,000 unglöxum átti að
hleypa á ári út í Rínarfljótið. Engin landsstjórn hefir
unnið að fiskiræktinni með eins miklu fjöri, og hin
frakkneska, og hún hefir nú þegar í mannsaldur starf-
að af öllu kappi að þvi, að gjöra hvern blett í fljótum
eða vötnum eins arðsaman eða arðsamari en frjóv-
samt akurlendi. Að öllu þessu hefir verið farið með
verklegri fyrirhyggju, og stjórnin hefir látið sér einkar
ant um, að klekja út fiskum, flytja inn nýjar fisktegundir
og fremur öllu öðru að sjá um, að í hvert vatn væri
settir að eins þeir fiskar, sem beztir væru til þrifa á
þeim stað, t. a. m. álar í mýrar, silungar og lax í straum-
hörð vötn o. s. frv. Einstakir menn stunda og mjög
fiskirækt í Frakklandi, og það alskonar, því Frökkum
verður allur fiskur að mat, og engum er svo vel gefin,
sem þeim, sú list að geyma fiska, og flytja langar
leiðir óskemda til sölu i stórborgunum.
Englendingar þar á móti hafa lagt sig mest eptir
að klekja út löxum, og þar hefir landsstjórnin ekki að
sama skapi orðið til forgöngu, þó að hún á ýmsan
hátt hafi stutt að framförum í þessu. þ>að eru þvf