Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Síða 52
124
staðar. Eg skal tilfæra nokkur dæmi, svo sem að í
hið stóra fljót Columbia við Kyrra-hafið var á einu ári
hleypt út 7 milíónum unglaxa, en frá fljóti þessu var
flutt til Bandafylkjanna sjálfra n til 12 milíón króna
virði af veiddum laxi. Svo eru þeir orðnir leiknir í
list þessari, að þeim tekst hún bæði betur og ódýrar
en öðrum. Á einu fiskiklaki fékkst árið 1871: 651
fijóvguð hrognkorn úr einum laxi, árið 1872 2,268,
1873 3.5ðo og 1874 5,151. Fyrsta árið varverðið fyrir
hvert 1000: 16.25 dollar, annað árið 4.25, 3. árið 2.73,
og 4. árið 2 dollars, en að klekja út 3 milíónum hrogna
kostaði að eins 6000 dollars. þ>að er eigi að eins lax-
kynjaðir fiskar, sem klakið er út i Ameríku, heldur
og aðrir fiskar, þar á meðal ein síldartegund alose
(Stamsild), sem milíónum saman er hleypt út, og telst
svo til, að af 4—5 milíónum veiðist aptur 3—400,000
af fullvaxta fiski; en sem dæmi má tilfæra, aðífylkinu
Connecticut voru fijóvgaðar 156 milíónir hrognkornaá
tveim árum af síld þessari, og ungviðinu hleypt út í sjó.
Árið 1878 tóku þeir sig til að klekja út þorska-
hrognum við Gloucester. í febrúar 1879 voru þeir
búnir að klekja út hálfri annari milíón fiska og hleypa
þeim út á höfnina í Gloucester. Um sumarið var höfn-
in full af þessum smáfiski, og sjón sögu ríkari; en
ríkisþing Bandafylkjanna veitti vorið 1875 45,000 dollars
til gufuskips, sem átti að klekja út í ýmsum fiskum
árið 1880, svo sem shad, annari síld, þorski og fleiri
fiskum.
Eptir hina stuttu frásögu vora um fiskiræktina á
Frakklandi, Englandi og Ameríku skal því við bætt,
að hún í því nær öllum löndum, að fráskildu íslandi,
hefir á sama hátt verið verklega framkvæmd svo sem
á þýzkalandi, Hollandi, Belgi'u, Rússlandi o. s. frv. Af
því að Danir og Norðmenn standa oss svo nærri, skal
eg stuttlega minnast á þau lönd. í Danmörku er lítið