Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Síða 58
13°
7 þuml. á breidd, er höfð í botn, en i gaflana netvef-
ur af zinki eða látúni, 8 þuml. á lengd og 4 þuml. á
breidd. Hliðarfjalirnar eru festar saman á 2 þverspit-
um, 8 þuml. á lengd, 1 x/g þuml. á breidd og x/a þuml.
á þykt. Áður en þverspíturnar eru negldar á hliðar-
fjalirnar, er lagt sem svarar þumlungi undir af málm-
vefinum, og eptir að búið er að festa þverspíturnar, er
þá eptir af honum 3 þuml., sem beygðir eru upp í rétt
horn, og mynda þá gaflana í kassanum, en þeir eru
svo festir við hliðarfjalirnar með þumlungsnöglum.
Hliðarnar eru þá 7 þuml. hver frá annari, og glerplat-
an, sem svo er lögð niður, hvílir á þverspítunum, og
verður þannig að botni í kassanum. Allir 4 kassarnir
eru alls 32 þuml. á breidd, og taka því yfir þveran
aðalkassann að fráskildum tveimur þumlungum, sem
verða til millibils. Alt á að búa til úr þurrum við um
sumartímann, og það sem vatn leikur á, verður að
strjúka yfir með uppleystu vatnsgleri. það á að vera
33°. og þynnast, áður en það er borið á, með 3 pelum
af vatni í einn pela. Tréð á að smyrja með þessum
vökva 5 eða 6 sinnum, og í hvert skipti ekki fyr en
það er orðið vel þurt áður, og þarf til þess um sum-
artímann i þurkatíð um sólarhring. Eptir allan þenn-
an tilbúning á að setja aðalkassann á grind, þannig,
að vatnið úr aðveizlu-rennunni falli niður í efsta hvolf-
ið, en samt á að þekja það með loki af járni eða zink-
þynnu, helzt vefi, sem verður aptur botn í ramma í hið
minsta 3—4 þuml. á hæð á þeirri hliðinni, er veit á
móti næsta hvolfi aðalkassans, þannig, að ekkert af
vatninu streymi yfir lokið niður í útklakshvolfin, án
þess að það fari í gegnum götin í járnþynnunnieðamálm-
vefnum. þessi efri kassi með hinum lágu hliðum og
smáu götum í botninum, og sem látinn er ofan á efsta
hvolfið þannig, að það sé lukt, er til þess að skorkvik-
indi í hýði sínu, smádýr og pöddur ekki komist niður