Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 62
134
úr þeim og láta í varakassana, sem þá eru látnir vera
í straumnum í neðsta kassanum, meðan verið er að
hreinsa hina. Svo má og hafa ungviði f undirkass-
anum, ef að of þröngt verður um það í þeim efri. þ>á
er bezt að hafa hann af sömu stærð og aðalkassann,
svo að hann fylli út á milli grindanna. Sé hætta bú-
in, að dýr geti náð í hrognin eða ungviðið, verður að
hafa grindalok yfir honum. þetta er nú sú almenna
tilhögun á útklakstilfæringum, og má einnig viðhafa
þær þar, sem brúkað er vatn úr ám eða lækjum.
Tilfæring Costes þar á móti, er þannig: Rétt-
hyrndir útklakskassar, úr steindum leir eða glasseraðir,
og taka þeir um 1500 silungsegg, á lengd 19 þuml.,
breidd sem næst 6 þuml., og eins á dýpt. Á hlið ná-
lægt einu horni ofantil, er útrennslurenna. Inni í skál-
inni eru 4 lítil þrep undir grindurnar, sem eggin eru
á, og leikur vatnið yfir þau um hálfan þuml., þrepin
eru hér um bilá % hæðarinnar frá botninum. Grind-
urnar eru í ferskeyttum tréramma, og þar í eru gróp-
aðir mjög fínir glerteinar, (0,005 meter franskt mál á
þykt), og lítið bil á milli þeirra (0,0025 meter fr. m.).
Eggjunum er raðað á milli þessara teina, og leikur vatn-
ið því óhindrað um þau. Kerin eru látin vera á þrep-
um, hvert útundan og niður af öðru þannig, að vatnið
úr efra kerinu geti runnið niður í hið neðra, í um 2
þuml. hæð (0,05 meter fr. m.), og er afrennslubunan látin
falla á víxl frá hægri eða vinstri hlið, til þess að auka
strauminn. Með þessari tilfæringu hefir verið klakið
út við Húningen 96 af 100, og mun hún vera einna
algengust, og hentast að hafa hana.
í>að má og klekja fiskum út með brunnvatni,
en þá verða tilfæringarnar að vera í húsi, þar sem
að ekki frýs.
í>á er bezt að taka tunnu eða annað rúmgott
kerhald, vatna það mjög lengi út, láta það þorna og