Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Page 64
»36
hrognin svo látin vera á. Vatnsrennslið úr efri skál-
inni í þá neðri er annaðhvort mátað með því að brúka
lítým krana eða beygja tvo mosastöngla út yfir röndina
þannig, að þeir séu afbeygðir og liggi niður úr skál
til skálar. Mosinn dregur vatnið til sin, og drýpur þá
niður frá þeim endanum, sem að er fyrir utan efri
skálina niður á útklaks-skálina. Á dægri eða 12 stund-
um ætti að drjúpa helmingur af vatni því, sem er i
skálinni, og þá þarf að fylla hana kvöld og morgna.
Aðsogsmagn mosans minnkar eptir svo sem hálfan
mánuð, en þá verður að skipta um og setja nýjan
mosa í skálina. í skálina kann að setjast slý, og verð-
ur þess vegna að hreinsa hana á hverri viku. þ>að
eru margir, sem álíta, að ekki megi hreifa hrognin í
lagi því, sem þau eru i fyrst framan af, en Rasch tel-
ur ekki sína reynd á þvi. Hálfum mánuði eptir frjóvg-
unina hefir hann fullvissað sig um, hver hrognin væru
frjóvguð, og hver ekki, og fundið, að hin frjóvguðu
hrogn þoldu flutning, að þau væru skoluð, tekin upp
úr vatninu o. s. frv., en að hin ófrjóvguðu hrogn með
meðferð þessari mistu gagnsæi sitt, og yrðu auðþekt
úr frá hinum. Bezt er samt að láta hrognin vera
hreifingarlaus fyrstu 3 eða 4 vikurnar, jafnvel þó að
nokkurt slím hafi fest sig á þeim; það verður fyrst
skaðlegt, þegar það er orðið svo mikið, að hrognin við
það missa lopt og umrás af vatninu.
Hrognin eru mjög viðkvæm við alla breytingu á
hitanum í vatninu, þó hefir Rasch í skál sinni ekki
orðið var við óleik af þessu, þó að hitabreytingin hafi
verið á milli i*/2 og io° R., ef að breytingin ekki
hefir verið mjög snöggleg, en þegar hann hefir flutt
ungviði úr vatni með io°hita í vatn með 11/2°, þá hefir
það fengið herpur og dáið. þ>ar á móti hefir það
þolað breytingu frá 1 lj2 til io°, eða flutning úr þess-
um minni hita í hinn meiri. þ>egar vatnið í skálinni