Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 65
137
hjá honum hefir orðið 140, hefir hið eldra ungviði
liðið við það, en hið nýútklakta verið við góða líðan.
þ>að er mjög skaðlegt, að mikið snjóvatn komi í út-
klakskasSana, og sama er með regnvatn.
1 læki má og vel setja útklakstilfæringar, en eg
leiði hjá mér að lýsa þeim nákvæmlega, þar eð þær
óvíða munu vera ráðlegar hér á landi, sökum snjóa,
flóða og frosta. Bezt mundi vera að setja útklaks-
kassa í stærri kassa með loki yfir, og hafa þá göt
nógu mörg á hliðum kassans vegna straumsins. jþeir
eiga að sökkva niður svo djúpt, að þeir liggi x/2 til 2
þuml. undir vatnsfletinum. þ>að verður að setja ytri
kassann í straum, þar sem frost ekki kemur að, og
festa hann með reipi, svo að hægt sé að draga hann
að sér, til þess að líta eptir hrognunum.
En það mætti á mjög einfaldan hátt fjölga fiski,
einkum silungi, sem á haustin leggur hrogn sín, ef
að hreinsað væri til í lækjarbotnunum, og svo lagðar
niður tvær fjalir á rönd með 6 þumlunga millibili, sem
ná má hægast með því að negla þverlista á endana,
og hafa svo málmvef eða þéttar grindur til gafla. í
rúmið á milli fjalanna má þá leggja frjóvguð egg,
leggja borð yfir og svo grjót, til þess að alt sé kyrt.
Að vorinu, eða snemma sumarið eptir, er alt tekið
upp og ungviðinu hleypt út, þá er silungurinn orðinn
laus við kviðpokann, og getur séð fyrir sjálfum sér og
varazt óvini sina. þ>eir, sem hafa miklar haustveiðar,
og sem gætu náð bæði fullþroska hrognum og svil-
um, ættu að reyna þessa einföldu aðferð.
Um tilfæringarnar skal að lokum tekið fram, að
þær má hafa á ýmsan annan hátt en eg hefi skýrt
frá, bæði að því, er snertir aðaltilhögun og smærri at-
riði, og má það fara eptir því, hvernig hagar á hverj-
um stað, og hversu stórkostlegar tilfæringarnar eiga
að vera. En eitt er mjög áríðandi, og það er, að efnið
Tímarit hins íslenzka bókmentafélags. II. 9
i