Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Qupperneq 66
>3«
í tilfæringunum ekki sé í neinu óholt, og hefi eg áð-
ur minzt á tréílát, þannig er og með það, að ef að
brúkuð eru ker úr zinki, verða þau að hafa staðið í
vatni, til þess að saltsýra sú, sem hefir verið brúkuð
til að lóða þau saman, sé útvötnuð. Utklakskassana
verður að setja svo, að sólskin ekki falli beint á þá,
og er bezt að skýla þeim svo, að ryk heldur ekki fari
niður i þá. Sólskin er skaðlegt á hrognunum, en þar
á móti skaðar ekki sú birta, sem nægir til að hafa
eptirlit á eggjunum. Eitt af aðalskilyrðum fyrir fiski-
klakinu er hreinlæti í öllu, einkum að því er vatn og
lopt áhrærir.
Menn verða, til þess að geta klakið út fiski, að
hafa bæði hrygnuna og svilfisk á þeim tíma, sem þau
ættu að gjóta, og af því það ekki er hægt að veiða
fiskinn einmitt á þeim tíma, verður að veiða þái þann
mund, er got-tíminn fer í hönd, og geyma þá á góð-
um stað, þar sem fiskarnir geta notið als þess, erþeir
þurfa til þess að lifa og verða gotfærir. Til þessa er bezt
að búa sér til poll í lækjarfarvegi rétt hjá útklakshús-
inu, helzt þar sem uppsprettuvatn er eða þá hreint og
tært vatn. f>á verður opt réttast að hreinsa lækjar-
farveginn, stýfla hann upp að neðan, t. a. m. með borð-
um, reka svo hæla niður með hliðunum á læknum og
negla borð á, en hafa skal grindur bæði að ofan og
neðan, vegna renslisins; pollurinn má ekki vera minni
fyrir lax en i >/2 al. á breidd og 6—q ál. á lengd, dýpt
neðst s/4 al., en efst x/4- það skal varast að hafa
smámöl í botninum, því þá geta fiskarnir farið að
hrygna þar. Stundum festa menn band þvert í gegn-
um skoltið á stórum löxum, og láta þá svo synda í
tjóðri í fljótinu þar sem þeir eru veiddir. þannig má
þeim halda lifandi vikum saman.
Svo má og hafa fiskikistur, t. a. m. 7 x/2 al. á lengd,
með mörgum götum á, sem látnar eru vera í fljótinu.